fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Einvígi milli Guðna og Guðmundar – Skiluðu inn framboði í dag

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 15:30

Guðmundur og Guðni á Bessastöðum- Mynd/Forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi, skilaði inn framboði sínu til dómsmálaráðuneytisins nú seinnipartinn. Rennur framboðsfresturinn út á miðnætti.

Guðmundur sagði við Eyjuna að hann vissi ekki hversu margar undirskriftir hann hafi fengið, en þær ættu að duga:

„Þetta er miklu meira en nóg. Það bættist alltaf endalaust við og ég er afar ánægður með þetta allt saman, það hefur verið frábær þáttaka. Síðan eru rafrænu meðmælalistarnir bara bónus,“

sagði Guðmundur.

Guðni Th. Jóhannesson skilaði einnig inn framboði sínu fyrr í dag, en báðir hafa fengið vottorð frá yfirkjörstjórnum allra fjórðunga um að meðmælalistar þeirra séu gildir.

Enginn annar forsetaframbjóðandi skilaði inn meðmælendalistum í öllum kjördæmum og því ljóst að valið mun standa á milli Guðna og Guðmundar þann 27. júní.

Brekkan er nokkuð brött fyrir Guðmund, svona sögulega séð, því enginn hefur velt sitjandi forseta úr embætti hingað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum