fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Eyjan

Stundum þarf að treysta á Sjálfstæðismenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. maí 2020 09:09

Kolbrún Bergþórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir þeirrar tilhneigingar gæta í samfélaginu að vilja viðhalda til frambúðar þeirri einangrun sem nauðsynleg hefur verið vegna kórónuveirufaraldursins. Það gangi hins vegar ekki. Við þurfum að opna samfélagið og læra að lifa með veirunni, að mati Kolbrúnar. Þetta kemur fram í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Kolbrún ritar:

„Það er ekki hægt að lifa í ótta. Nú ríkir hins vegar ákveðin hneigð til einangrunar og sumir vilja viðhalda henni, hafa landið lokað og hleypa sem fæstum inn. Það er engin lausn á vandanum. Margt bendir til að við munum þurfa að lifa með kórónu­veirunni í nokkurn tíma. Þá þarf að takast á við það verkefni og það verður ekki gert með harkalegri og langri lok lok og læs stefnu. Sú leið skilar fjöldaatvinnuleysi, gjaldþrotum, andlegum veikindum og niðurbroti. Við búum í samfélagi og eigi það að þrífast þarf að vera atvinnuuppbygging og samgangur meðal manna.“

Kolbrún fer yfir það hvernig takmarkanir á frelsi fólks hafi verið miklu harðari og meiri víða erlendis en hér á landi í faraldrinum. Hefur hún skilning á þeim viðbrögðum fólks erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, að mótmæla hömlunum:

„Aðgerðir hér á landi hafa verið mildar miðað við það sem tíðkast í mörgum öðrum löndum þar sem fólki hefur vikum saman verið meinað að fara úr húsi nema til að sækja brýnustu nauðsynjar. Ekki vilja allir lúta slíkri frelsisskerðingu og víða hefur komið til mótmæla. Greina má ákveðna hneigð til að flokka þá mótmælendur alla sem hægri öfga­sinna, Trumpista eða vandræðagemlinga. Heldur er það ódýr afgreiðsla. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk taki stórfelldri frelsissviptingu í lengri tíma af þolgæði. Það þarf að sjá ljós við enda ganganna en ef það kemur ekki auga á annað en ráðleysi yfirvalda þá mótmælir jafnvel þolinmóðasta fólk kröftuglega. Það eru skiljanleg og eðlileg viðbrögð. Fólki á ekki að standa á sama um eigin mannréttindi.“

Frelsið mikilvægt

Ljóst er að Kolbrún er í hópi þeirra sem vilja hafa eins mikið frelsi og hægt er í samfélaginu á tímum faraldursins. Afstaða dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, í þessum efnum gleður hana. Mikilvægt sé að festa takmarkanir ekki í sessi. Segir Kolbrún að stjórnmálamenn á vinstri væng stjórnmálanna séu ekki nógu miklir málsvarar frelsisins og að stundum þurfi að treysta á Sjálfstæðismenn:

„Það má ekki fara svo að frelsisskerðing þyki nánast sjálfsagt og eðlilegt viðbragð við erfiðu ástandi. Það var því beinlínis upplífgandi að hlusta nýlega á dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í Silfrinu á RÚV, tala af festu og ákveðni um mikilvægi þess að standa vörð um frelsi fólks. Áslaug Arna lagði sömuleiðis ríka áherslu á að takmarkanir eins og þær sem verið hafa megi alls ekki festast í sessi. Fleiri stjórnmálamenn mættu tala á þennan hátt. Þeir gera það samt ekki margir, sannarlega ekki á vinstri væng stjórnmálanna. Stundum þarf einfaldlega að treysta á Sjálfstæðismenn. Alls ekki oft – en samt stundum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Leví vill vita hvenær það má segja „fokkaðu þér“

Björn Leví vill vita hvenær það má segja „fokkaðu þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar