fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Eyjan

Mikil fjölgun á tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur – „Við erum öll barnavernd“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vel er fylgst með þróun mála hjá Barnavernd Reykjavíkur í því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi.
Fram eftir mánuði voru tilkynningar til barnaverndar færri en venjulegt er, en síðari hluta mánaðarins jókst fjöldi þeirra umtalsvert. Opin umræða um þróun mála og nauðsyn þess að börn og ábyrgt fólk í nærumhverfi barna komi ábendingum og tilkynningum beint til barnaverndar hefur þróast hratt og farið víða síðustu vikur og endurspeglast í fjölgun tilkynninga frá þessum hópi.
 
Í mars 2020 bárust:

 

 

Það má því til sanns vegar færa að almenningur taki hvatninguna „Við erum öll barnavernd“ alvarlega og af ábyrgð.
 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið helsti tilkynnandi til Barnaverndar Reykjavíkur í gegnum tíðina, en skólar og skólaþjónusta, ásamt velferðar- og heilbrigðisþjónustu hafa bætt sig töluvert síðastliðinn áratug, með aukningu frá 62% til 118%. 
Finna má frekari upplýsingar um tölfræði í starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur á vefsíðu Barnaverndar og á tölfræðivef velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Til að koma tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur má hringja í síma 411-9200 milli 8:20 og 16:15 eða í gegnum netfangið: barnavernd@reykjavik.is eða í gegnum tilkynningarhnapp Barnaverndar:

Fyrir utan skrifstofutíma og sé barn í hættu ber að hafa samband við 112

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði