fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Líkir svari landlæknis við atriði úr áramótaskaupinu 1985 – „Eigum ekki að sætta okkur við þetta rammskakka viðhorf“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við eigum ekki að sætta okkur við þetta rammskakka viðhorf stjórnvalda til heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í færslu á Facebook í gær.

Hann finnur að svari landlæknis á blaðamannafundinum í gær, þegar spurt var um tækjakost Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, en flogið var með öndunarvél þangað í gær. Vestfirðingar hafa sjálfir staðið fyrir söfnun á tveimur öndunarvélum og lofaði landlæknir framtakið, en sagði málið ekki svo einfalt, því það skipti mestu máli að kunna á tækin:

„Í mínum huga lýsir þetta svar vandanum, ekki lausninni. Fólk á Ísafirði getur alveg lært á þessi tæki eins og aðrir. Hér er veitt afbragðs þjónusta og mannauðurinn gífurlegur. Vandinn er að þjálfun getur ekki farið fram ef engin eru tækin. Segir sig sjálft. Þið fyrirgefið en þetta tilsvar minnir mig á Magnús og Eyjólf og útlistanir þeirra bræðra á því af hverju síminn – sem þeir höfðu aldrei átt – hringdi aldrei,“

segir Guðmundur.

Nauðsyn, ekki þægindi

Hann segir að söfnunin hafi verið ill nauðsyn, til að sporna gegn ástandi sem hefði ekki átt að koma upp ef allt væri eðlilegt:

„Í nafni samhengis vil ég benda á að á meðan hjartahlýir íbúar á höfuðborgarsvæðinu safna fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga þá safna Vestfirðingar fyrir lækningatækjum. Fyrir okkur snýst þetta ekki um það sem er næs að eiga, heldur það sem er bráðnauðsynlegt að eiga. Til að vega upp fjársvelt kerfi.“

Kallar eftir endurmati

Guðmundur kallar einnig eftir endurmati á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, þar sem samgöngur setji stórt strik í reikninginn:

„Hversu oft hefur verið hægt að lenda flugvél á Ísafirði það sem af er þessum vetri? Eru dagar færðar fleiri en dagar ófærðar? Mig grunar ekki. Án gríns. Hver er þá raunveruleg geta okkar hérna fyrir vestan til að halda krítískum sjúklingum á floti á meðan beðið er eftir mildum vetrarvindum? Hvað er ásættanlegt í þeim efnum og við hvað er miðað? Hvað segir hættumatið, sem ég gef mér að liggi til grundvallar? Þegar snjóflóðin féllu í janúar síðastliðnum gat þyrla ekki einu sinni lent á svæðinu. Landleiðin var aukinheldur klossófær. Líka á milli þorpa. Slíkar aðstæður eru ekkert einsdæmi. Í vetur hafa slíkar aðstæður skapast trekk í trekk. Ætlar einhver að segja mér að þetta þarfnist ekki endurmats?“

UPPFÆRT –

Guðmundur greinir frá því á Facebook að landlæknir hafi hringt í hann í dag:

„Alma D. Möller hringdi rétt í þessu. Við áttum gott spjall og hún útskýrði málið frá sinni hlið. Hún óskaði eftir þvi að fá að vera með í ráðum þegar send eru erindi til ráðherra um tækjaskort og aðbúnað Hvest. Það ætti að vera auðsótt. Ég veit að það er hægt að senda henni mýmörg afrit af erindum frá stofnuninni. Segið svo að flott forystufólk sé ekki að hlusta. Jafnvel þótt kallið berist úr fjarska. Vel gert, Alma“

Magnús og Eyjólfur

Af gefnu tilefni má sjá umrætt atriði úr Áramótaskaupinu 1985 hér að neðan, með þeim óborganlegu bræðrum Magnúsi og Eyjólfi:


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli