fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Kallar eftir tafarlausum styrkjum til fjölmiðla – „Slíkt verður að ger­ast núna – áður en tjón verður“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 09:44

Helga Vala Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einn er sá rekst­ur sem enga at­hygli hef­ur fengið þegar kem­ur að stuðningi stjórn­valda en get­ur lítið stuðst við þær leiðir sem þegar hafa verið samþykkt­ar,“

segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í grein í Morgunblaðinu í dag, hvar hún kallar eftir sértækum aðgerðum yfirvalda til að styrkja rekstur fjölmiðla:

„Aug­lýs­inga­tekj­ur fjöl­miðla hafa hríðfallið eft­ir komu Covid og sam­komu­banns í kjöl­farið. Fjöl­miðlar geta ekki nýtt sér þær leiðir sem stjórn­völd hafa boðið upp á því það er jú ekki hægt að fresta bara greiðslum eða senda starfs­fólk í hlutastarf. Í lýðræðisþjóðfé­lagi gegna fjöl­miðlar al­gjöru lyk­il­hlut­verki og vil ég því skora á rík­is­stjórn­ina að huga vel að út­færslu á því með hvaða hætti eigi að veita þeim stuðning í næsta pakka sem kynnt­ur verður. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um styrk­veit­ing­ar til fjöl­miðla í sum­ar eða haust því slíkt verður að ger­ast núna. Það hafa ná­granna­lönd okk­ar gert og ég skora á rík­is­stjórn að bregðast við áður en tjón verður.“

Ekkert samkomulag hefur enn náðst um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur sem lagt var fram í desember. Þar býðst einkareknum fjölmiðlum endurgreiðsla upp að 18% af rekstrarkostnaði, sem og heimild fyrir stuðningi upp á fjögur prósent af launakostnaði, gegn ákveðnum skilyrðum.

Helga Vala tekur þar með undir áskorun Sigrúnar Stefánsdóttur, fjölmiðlafræðings, sem skoraði á dögunum á yfirvöld að fylgja fordæmi Dana, og útbúa björgunarpakka fyrir fjölmiðla hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið