fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. apríl 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var greint frá því að Samherji hefði fengið undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu um tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Samkvæmt lögum er eftirlitinu skylt að veita slíkar undanþágur ef sérstakar aðstæður kalla á það, en undanþágan var veitt vegna efnahagsáhrifa Covid-19. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sameinuðust í ársbyrjun 2020 undir nafni Seðlabanka Íslands.

Kjarninn greinir frá því í dag að ákvörðun Seðlabankans hafi sparað Samherja á annan tug milljarða. Þar sem eignarhlutur Samherja í Eimskipafélagi Íslands fór yfir 30 prósent þann 10. mars síðastliðnum, átti Samherji lögum samkvæmt að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í Eimskipafélaginu.

Miðað við gengi hlutabréfanna þann 10. mars hefði það því kostað Samherja minnst 17,6 milljarða að kaupa út hina hluthafana.

Daginn eftir, þann 11. mars, hafði virði bréfanna hækkað og kostnaðurinn því verið 20 milljarðar.

Samherji sagði um hlutafjárkaupin í yfirlýsingu að þau væru fyrst og fremst gerð vegna þeirrar miklu trúar sem Samherji hefði á rekstri Eimskips.

Samherji sendi síðan þann 20. mars erindi til Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að fá undanþágu á yfirtökuskyldu, vegna þeirra aðstæðna sem myndast hefðu vegna Covid-19 og ljóst að veðrið hefði skipast skjótt.

Sem kunnugt er hefur forstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, lengi eldað grátt silfur við Seðlabanka Íslands meðan Már Guðmundsson var seðlabankastjóri, en það mál hefur nú hlotið nafnið Samherjamálið hið fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi