fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Ragnar Þór harðorður og hraunar yfir Drífu – „Þessir svikarar við launafólk lýðskruma nú úr sér raddböndin af réttlætiskennd“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. apríl 2020 11:57

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er einn þeirra sem sögðu sig úr miðstjórn ASÍ á dögunum, þar sem ekki var grundvöllur fyrir því að fara lífeyrisleiðina svokölluðu, né að fresta launahækkunum samkvæmt kjarasamningum, til að bregðast við efnahagsáhrifum Covid-19.

Ragnar skýtur föstum skotum í átt að ASÍ og öðrum í dag, en Drífa Snædal er forseti ASÍ:

„Niðurstaðan varð að þessari hugmynd var alfarið hafnað innan veggja ASÍ og fékk ekki frekari umræðu. Ekki frekar en frestun á launahækkunum sem gjarnan gleymist að lagt var fram líka og varðhundar réttinda launafólks gleyma gjarnan að nefna að hafi verið til umræðu líka. Nú kemur fram hver lukkuriddarinn á fætur öðrum og segir kjarasamninga heilaga og frekar verði ekki gengið á réttindi launafólks, en nú sé tími samstöðu. Einhverjir sem stigið hafa fram eru ábyrgðamenn á svikunum við launafólk og heimilin eftir hrun,“

segir Ragnar, en Drífa er fyrrverandi framkvæmdastjóri VG árunum í kringum hrunið og var áður varaþingmaður. Hún sagði sig úr VG árið 2017.

Beri ábyrgð á svikunum

Ragnar kallar suma þeirra sem stigið hafi fram svikara:

„Einhverjir sem stigið hafa fram eru ábyrgðamenn á svikunum við launafólk og heimilin eftir hrun. Bera ábyrgð á því að launahækkunum var frestað eftir hrun og verðbólgunni var sleppt lausri á heimilin með skelfilegum afleiðingum sem fólk er ann að takast á við í dag. Kaupmáttarrýrnunin varð í framhaldinu 15%. Þessir svikarar við launafólk lýðskruma nú úr sér raddböndin af réttlætiskennd gegn hugmyndum sem snúa fyrst og síðast um að verja heimilin, störfin og kaupmáttinn. Nákvæmlega því sem fórnað var í hruninu.“

Ragnar spyr hvort verkalýðshreyfingin ætli að gera sömu mistök og í hruninu:

„Vonandi muna flestir þá skelfingar sögu sem dundi svo á heimilum landsins á meðan verkalýðshreyfingin stóð á hliðarlínunni, og horfði á, eftir að hafa komið í veg fyrir frystingu vísitölu verðtryggðra lána. Það má ætla að ný forysta hafi einmitt komist til valda á þeim forsendum. Þá er spurning hvort hreyfingin sé að endurtaka leikinn?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi