fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Eyjan

Forstjóri Landspítalans mótmælir fórnarlambsstimplinum og vísar stjórnendamistökum á bug

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. apríl 2020 13:33

Páll Matthíasson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn hefur glímt við svokallaðan fráflæðisvanda, sem skapast hefur að mestu vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Hafa því sjúklingar þurft að dveljast á göngum, og jafnvel inni á salernum spítalans, mun lengur en ella, með tilheyrandi álagi á starfsfólk sem ógnað hefur öryggi sjúklinga. Að minnsta kosti eitt ótímabært dauðsfall hefur verið rakið til þessa álags.

Samkvæmt niðurstöðum úttektar sænskra sérfræðinga í átakshópi heilbrigðisráðherra, er nefnt að Landspítalinn líti á sig sem fórnarlamb og að fráflæðisvandinn á bráðamóttökunni í Fossvogi sé „krónísk katastrófa.“ Viðbrögð stjórnenda hafi verið þau að benda á annað sem þyrfti að laga, í stað þess að grípa til beinna aðgerða til að taka á fráflæðisvandanum. Eru niðurstöðurnar býsna harðorðar í garð stjórnenda spítalans og um stöðu mála þar.

Sjúklingar séu fórnarlambið

Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, er til viðtals um vanda Landspítalans í Læknablaðinu í dag. Þar mótmælir hann fórnarlambsstimplinum, en segir það frekar eiga við um sjúklingana:

„Það er alrangt þegar horft er til þess mikla innra starfs sem spítalinn hefur lagt í til að slípa ferla sína. Hugtakið á hins vegar sannarlega við þá sem hafa þurft að bíða fullnægjandi úrræða og beðið þeirra við misgóðar aðstæður á Landspítala.“

Páll nefnir að meðallegutími sjúklinga sem dvelji styttra en í mánuð, hafi lækkað á hverju ári undanfarin ár, og sé nú 4.5 dagar að meðaltali. Hann segir vandann vera annars eðlis, að eitt prósent sjúklinga taki upp 22 prósent legudaga. Því liggi á að hraða hjúkrunarheimilisuppbyggingu:

„Landspítali er ekki í hjúkrunarheimilisbransanum.“

Vandinn sé skortur fjármagns

Páll segir að vissulega megi eflaust gera betur á ýmsum sviðum hvað stjórnun Landspítalans varði, en rót vandans liggi annarsstaðar, þegar horft sé á heildarmyndina:

„Öll stjórnun er mannanna verk og þar með ófullkomin. Því ætla ég seint að halda því fram að við á Landspítala getum ekki gert betur,“

segir Páll og bætir við:

„Í samanburði við nágrannalönd erum við að verja tugmilljörðum minna á ári í heilbrigðismál heldur en þau. Hvort við skipuleggjum starfsemi spítalans í deild A og B eða 6 og 7, hvort yfir spítalanum er stjórn eða ekki, hvort framkvæmdastjórar eru 2 eða 10. Allt þetta eru smámál í samanburði við stóra vandann – heilbrigðiskerfið er undirfjármagnað miðað við þann árangur sem við viljum sjá. Það er forgangsröðun sem stjórnmálamenn þurfa að sinna, því þetta er stærra verkefni en svo að ein stofnun, ein stétt eða jafnvel einn flokkur geti leyst það upp á eigin spýtur. Og þetta verkefni verður leyst, því það er engin önnur leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ágúst ásakar Davíð um ósannindi – „Fullkominn óþarfi að tala slíkt niður“

Ágúst ásakar Davíð um ósannindi – „Fullkominn óþarfi að tala slíkt niður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einvígi milli Guðna og Guðmundar – Skiluðu inn framboði í dag

Einvígi milli Guðna og Guðmundar – Skiluðu inn framboði í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ekki fleiri monthús í miðbæinn

Ekki fleiri monthús í miðbæinn