fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Eyjan

Samdráttur í afkomu Isavia – „Gríðarmikil óvissa með framhaldið“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 15:24

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna á síðasta ári var afkoma Isavia samstæðunnar jákvæð um 1,2 milljarða króna eftir skatta, sem er lækkun um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári. Ef tekið er tillit til niðurfærslu á viðskiptakröfum vegna falls Wow air nemur lækkunin milli ára um 1,2 milljarði króna. Tekjur ársins lækkuðu um 3,3 milljarða, sem er um 8% samdráttur á milli ára. Handbært fé nam um 9,2 milljörðum króna í árslok 2019.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 26% á milli ára, en flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fækkaði um 7,5 prósent. Þá fækkaði innanlandsfarþegum um 11,4%

 „Árið 2019 var fyrir margar sakir viðburðaríkt. Wow air féll á fyrri hluta ársins og stuttu síðar voru Boeing 737 MAX vélar Icelandair kyrrsettar. Allt hafði þetta mikil áhrif á fjölda farþega og þannig á rekstur samstæðu Isavia. Nú stöndum við frammi fyrir heimsfaraldri af völdum Covid-19-veikinnar, og það er gríðarmikil óvissa með framhaldið. Það eina sem við vitum er að áhrifin verða mikil. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk en það er ljóst að við, eins og önnur fyrirtæki, þurfum að bretta upp ermarnar til að komast heil í gegnum þessa erfiðleika,“

segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

Á aðalfundi var kosin stjórn félagsins:

Aðalstjórn: Orri Hauksson, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson.

Varastjórn: Sigrún Traustadóttir, Hreiðar Eiríksson, Ingveldur Sæmundsdóttir, Óskar Þórmundsson og Þorbjörg Eva Erlendsdóttir.

Árs- og samfélagsskýrsluvefur Isavia hefur nú verið opnaður. Þar má finna samfélagsskýrslu Isavia fyrir árið 2019. Hún er einvörðungu gefin út á rafrænu formi.

www.isavia.is/arsskyrsla2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ísland upp um eitt sæti
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%