fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Orð Lilju vekja ugg – Verður Ísland lokað í langan tíma?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. apríl 2020 10:30

Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið í gær, þess efnis að forsenda þess að hægt verði að opna landið aftur fyrir innstreymi ferðamanna sé bóluefni gegn kórónuveirunni, hafa vægast sagt valdið uppnámi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst því yfir að hann sé svartsýnn á að bóluefni gegn veirunni verði þróað í náinni framtíð. Heyrst hefur að minnst eitt og hálft ár sé í komu bóluefnis.

Aðspurður sagði Bjarni Benediktsson í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að orð Lilju endurspegluðu ekki stefnu ríkisstjórnarinnar. Sóttvarnalæknir hefur látið hafa eftir sér ítrekað að við verðum að þola hömlur á innstreymi fólks í einhvern tíma til að forða því að veiran komi aftur eftir að faraldrinum lýkur hér snemma í vor, sem allar líkur eru á.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:

„Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir ráðherra mennta- og menningarmála að það sé „afar ósennilegt“ að opnast muni fyrir flæði fólks til og frá Íslandi fyrr en hægt verði að bólusetja fólk gegn kórónaveirunni.

Þessi ummæli hafa skiljanlega vakið upp alvarlegar spurningar, ekki síst innan ferðaþjónustunnar þar sem mjög alvarleg staða er uppi nú þegar.

Að gefnu tilefni finnst mér mikilvægt að það komi fram að það hefur engin ákvörðun verið tekin um þetta enda yrði slík meiriháttar stefnubreyting alltaf kynnt með formlegum og viðeigandi hætti.“

Athygli vekur að hvorki Bjarni né Þórdís veita nein haldbær svör við þeirri spurningu hver séu áform ríkisstjórnarinnar varðandi þetta. Margir óttast langvarandi lömun ferðaþjónustunnar með tilheyrandi eyðingaráhrifum á efnahag landsins.

Margir hafa gagnrýnt þetta frumkvæði Lilju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í Facebook-umræðum:

„Mér finnst þetta afskaplega glannaleg yfirlýsing hjá menntamálaráðherra og verð að segja að ef hún er að finna þetta upp hjá sér, án þess að hafa eitthvað fyrir sér um að þetta sé planið, getur yfirlýsingin sem slík haft veruleg neikvæð áhrif á rekstur fjölda fyrirtækja sem nú er verið að reyna að bjarga. Nú reynir á fjölmiðla að spyrja hana hvort þetta sé það sem rætt er við ríkisstjórnarborðið.“

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, skrifar áhugaverða færslu um málið, en frá hans sjónarhóli eru ummæli Lilju í samræmi við yfirlýsingar Seðlabankastjóra, Ásgeirs Jónssonar:

„Það ætlaði allt um koll að keyra eftir að Lilja Alfreðsdóttir tjáði sig við Viðskiptapúlsinn og lýsti þeirri skoðun sinni að fólksflutningar til og frá landinu verði ekki svipur hjá sjón fyrr en búið verður að finna bóluefni við vírusnum.

Margir telja hana teikna upp of dökka mynd af hlutunum. Enginn virðist hnjóta um ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í Fréttablaðinu í morgun sem vísar í sömu átt. Þar segir hann, en með öðrum orðum:

„Þannig að ég óttast að efnahagsáhrifin af þeim muni vara lengur en við áætluðum í upphafi. Af þeim sökum má nánast slá því föstu að það verði lítið úr ferðaþjónustu á árinu. Á hinn bóginn virðist sem við séum að ná tökum á ástandinu hér innanlands og í maí verði hægt að slaka á ýmsum af þeim hömlum sem nú eru í gildi. Þá jafnframt að við sem búum í landinu getum farið að lifa sem næst eðlilegu lífi í sumar og innlend eftirspurn geti því aftur farið að taka við sér. Það mun strax létta verulega á efnahagslífinu.“

Ráðherrann og seðlabankastjórinn eru að benda almenningi á að staðan er þrengri og alvarlegri en látið hefur verið með fram til þessa. Það er fagnaðarefni að almenningur skuli upplýstur þótt boðskapurinn sé ekki léttvægur eða þægilegur áheyrnar.

Verst þykir mér að sjá fólk hamast á fjölmiðlunum fyrir að upplýsa og veita aðhald. Æ oftar ákveða hagsmunaöfl eða stórfyrirtæki að vaða í blaðamenn eða fjölmiðlana sem þeir starfa fyrir og reyna að þagga niður umfjöllun sem skiptir máli. Ég hef oft orðið vitni að slíkum snerrum á síðustu misserum og það líður að því að það verði efni í heila bók – allavega hálfa.“

Ljóst er að ríkisstjórnin þarf að svara því hver hin raunverulegu áform eru. Hve lengi og að hve miklu leyti verður landið lokað?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki