fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Eyjan

Vilhjálmur segir ástandið verra en hrunið en þetta komi þó ekki til greina – „Hins vegar er ég tilbúinn að fara aðra leið“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 12:00

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það liggur fyrir að fjölmargir atvinnurekendur hafa óskað eftir við stéttarfélögin að við þessar fordæmalausu aðstæður sem við eigum nú við að etja verði að fresta þeim launahækkunum sem eiga að koma til framkvæmda á morgun. Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar er ég tilbúinn að fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“

sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ á Facebook gærkvöldi.

Hann vill þess í stað lækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð:

„Sú leið byggist á því að í stað þess að fresta launahækkuninni þá verði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% tímabundið meðan faraldurinn gengur yfir. En markmiðið með þessari leið væri að verja atvinnuöryggi launafólks og tryggja um leið að launahækkanir skili sér til launafólks.“

Verra en hrunið

Vilhjálmur segir stöðuna í dag hrollvekjandi:

„Þessi staða sem er að teiknast upp á íslenskum vinnumarkaði er vægast sagt hrollvekjandi enda er alltof stórhluti tannhjóla atvinnulífsins við það að stöðvast. En í dag eru 23 þúsund manns komnir í skert hlutastarf og uppundir 15 þúsund á fullar atvinnuleysisbætur.

Þessi staða á vinnumarkaðnum er orðin nú þegar mun verri en hún varð í hruninu og það er ljóst að við verðum að finna leiðir til að verja störfin, verja kaupmáttinn og verja heimilin. Við verðum að finna leiðir til að verja lífsviðurværi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi launafólks eins og kostur er á meðan þessi faraldur gengur yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“