fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þetta eru fyrirtækin sem metin eru þjóðhagslega mikilvæg og fá undanþágu frá samkomubanni

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjólkursamsalan er meðal fyrirtækja sem metin eru þjóðhagslega mikilvæg og fá undanþágu frá samkomubanni vegna Covid-19 faraldursins. Fyrir helgi staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur að Mjólkursamsölunni bæri að greiða 440 milljónir í sekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og 40 milljónir aukalega fyrir að halda mikilvægum gögnum frá Samkeppniseftirlitinu og brjóta þannig gegn ákvæðum laga um uplýsingaskyldu.

Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum sem heilbrigðisráðherra setti með auglýsingu 243/2020 til að sporna við útbreiðslu Covid-19. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.

Við mat á því hvort veita skuli undanþágu frá takmörkunum á samkomum er horft til þeirra viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Fyrirtæki sem starfa á grundvelli undanþágu:

  • Íslandspóstur

Samtök iðnaðarins:

  • Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss
  • Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær
  • Alcoa á Reyðafirði
  • Norðurál á Grundaratanga
  • Terra í Hafnarfirði
  • Elkem á Grundartanga

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi*:

  • Brim hf., Reykjavík
  • Fiskkaup hf., Reykjavík
  • Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri
  • Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði
  • Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal
  • Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum
  • Nesfiskur ehf., Garði
  • Oddi hf., Patreksfirði
  • Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík
  • Skinney-Þinganes hf., Hornafirði
  • Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum
  • Þorbjörn hf., Grindavík

(*Birt með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi)

Bændasamtök Íslands:

Bændasamtök Íslands áttu fund með heilbrigðisráðuneytinu vegna mögulegrar undanþágu vegna aðildarfélaga sinna en ekki liggur fyrir hvort einhverjir falli undir þá undanþágu og þurfi eða sjái sér fært að nýta hana.

Kerfislega mikilvæg

Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Veiting undanþágu þarf einnig að byggjast á því að því sem næst ómögulegt sé að aðlaga starfsemi að reglum auglýsingar nr. 243/2020.

Undanþága heilbrigðisráðherra sem hér um ræðir er sem fyrr segir veitt eftir samráð við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun, og tekur til fyrirtækja í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi. Veitt er undanþága frá 3. og 4. gr. auglýsingar nr. 243/2020 að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum. Nánar má lesa um ákvörðunina og sett skilyrði fyrir undanþágu í bréfi til hlutaðeigandi aðila og gátlista því fylgjandi um órofinn rekstur fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG