fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Katrín í hópi með Trump og Boris Johnson

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa aukist til muna síðan kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Hún nýtur nú stuðnings um 55% landsmanna, en stuðningurinn hefur ekki mælst hærri síðan í apríl 2018.

En svo virðist sem kórónuveirufaraldurinn hafi þessi áhrif annarsstaðar einnig, því flestir þjóðarleiðtogar heims virðast hafa aukið vinsældir sínar í faraldrinum.

Þannig hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem talinn er af mörgum hafa tekið afar illa á vandamálinu, ekki mælst vinsælli en síðan í byrjun árs árið 2017, en 49% þjóðarinnar styður forsetann, meðan 45% þjóðarinnar gerir það ekki. Það er aðeins í annað skipti á forsetaferli Trump sem fleiri eru jákvæðir í hans garð, en færri.

Þá telja 60% þjóðarinnar að Trump hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni, en hann bætti við sig 5 prósentustigum í síðustu könnun.

Þá hafa vinsældir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, aldrei verið meiri en 52% Breta studdu Johnson í sínum aðgerðum um miðjan mars mánuð, miðað við 47% frá því í febrúar. Johnson mældist aðeins með 36% í desember, rétt fyrir kosningar, en nýjustu tölur sýna að Johnson mælist nú með 72% stuðning.

Macron Frakklandsforseti hefur bætt við sig 13 prósentustigum og mælist með 51%, meðan Angela Merkel Þýskalandskanslari mælist með 79% stuðning, sem er bæting um 11 prósentustig frá byrjun mars.

Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte mælist með 71%, eða 27 prósentustigum meira en í febrúar.

Samkvæmt Sky virðist eini þjóðarleiðtoginn sem tapar vinsældum vera Jair Bolsonaro, hinn hægri sinnaði forseti Brasilíu, sem mælist með 53% stuðning, en var með 56% stuðning um miðjan mars.

Heimild: LA Times og  Sky

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur