fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

Dómari fær lausn frá Landsrétti degi áður en hann tekur til starfa að nýju

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 13:56

Landsréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásmundar Helgasonar í embætti dómara við Landsrétt frá 17. apríl 2020. Ásmundur var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í maí 2010 og gegndi því starfi allt þar til hann var skipaður dómari við Landsrétt frá 1. janúar 2018.

Fyrr í þessum mánuði baðst Ásmundur lausnar frá þeirri skipun og hefur dómsmálaráðherra ákveðið að leggja til við forseta Íslands að sú beiðni verði samþykkt og honum veitt lausn frá 16. apríl næstkomandi.

Ásmundur fær því lausn frá Landsrétti degi áður en hann verður skipaður dómari við Landsrétt að nýju, en Ásmundur var metinn hæfastur af fjórum umsækjendum um stöðuna.

Aðrir umsækjendur voru Ástráður Har­alds­son héraðsdóm­ari, Ragn­heiður Braga­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari og Sandra Bald­vins­dótt­ir héraðsdóm­ari.

Við skipun Ásmundar losnar embætti eins dómara í Landsrétti og verður það embætti auglýst laust til umsóknar innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu