fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Þingmaður sakar Viðskiptablaðið um rasisma –  „Íhaldið á bágt þessa dagana“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. mars 2020 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðskiptablaðið birtir hér rasískan og Trumpískan óhróður byggðan á hálfsannleik og slúðri. Íhaldið á bágt þessa dagana, svo mikið er víst,“

skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata á Facebook í dag.

Tilefnið er nafnlaus skoðanadálkur Viðskiptablaðsins, Týr, sem birtist í gær og ber nafnið Kínaplágan, en það er nafnið sem Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði um kórónuveiruna þangað til að hann ræddi við forseta Kína í síma fyrir helgi, en mörgum þótti það bera vott af fordómum og rasisma hjá Trump. Eftir símtalið breyttist orðræða hans og notaði hann hefðbundnari nafngiftir á veiruna.

Ógeðslegir kommúnistar

Í pistli Viðskiptablaðsins er fjallað um viðbrögð ríkisstjórnar Kína við Covid-19 faraldrinum og nefnt að hann eigi upptök sín af „ógeðslegum“ matarmarkaði í Wuhan:

„Það er sjálfsagt að nefna Rauða Kína í samhengi við faraldurinn; það var ekki tilviljun háð að upphaf hans var þar. Veirusjúkdómurinn, sem talinn er kominn frá leðurblökum, á rætur að rekja til matvælamarkaðar í Wuhan, þar sem ægir saman lifandi dýrum og dauðum, villtum sem öldum, af öllum stærðum og gerðum. Á netinu má finna myndbönd af markaðnum, sannarlega ógeðsleg, en óhætt er að fullyrða að þar hafi engum reglum um hreinlæti, matvælaöryggi eða smithættu verið fylgt. Var hættan af slíkum mörkuðum, sem finna mátti um gervallt Kína, þó fyllilega ljós, en þangað mátti bæði rekja fuglaflensuna 1998 og SARS 2002, en alræðisstjórnin lét markaðina samt eiga sig þar til fyrir mánuði.“

Þá er nefnt að faraldstölur frá kommúnistastjórninni í Kína séu óáreiðanlegar, sem þar að auki hafi reynt að þagga niður faraldurinn og ofsótt þá sem um hann töluðu og leyft þúsundum að ferðast til annarra landa þrátt fyrir vitneskju sína um smithættuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi