fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
Eyjan

Að eiga nóg af mat á farsóttartímum – þurfum brátt að pæla í því

Egill Helgason
Laugardaginn 28. mars 2020 01:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða í Evrópu er komin upp umræða varðandi matvælaframleiðslu og dreifingu á tíma kórónaveirunnar. Pestin geisar einna mest í löndum þar sem er mikil matvælaframleiðsla, eins og til dæmis á Spáni. Þar er ræktaður stór hluti af grænmeti og ávöxtum sem er neytt í Evrópu. Og hvernig á að vernda vinnuaflið þar; það eru metstanpart snauðir innflytjendur.

Í Bretlandi er umræða um að herinn verði notaður til að dreifa matvælum og lyfjum til fólks sem er talið vera í áhættuhópum, einkum eldri borgara.

Marinó G. Njálsson, sem starfar við áhættugreiningu, skrifar pistil um matvæli og farsóttir á Facebook-síðu sína. Þetta er athyglisverð lesning um það hvernig þarf að verja flókna matvælaframleiðslu og -dreifingu á neyðartímum. Við erum ekki enn komin á þann stað, en innan nokkurra vikna gæti farið að bera á skorti á ýmiss konar matvöru. Marinó skrifar:

„Í gegn um tíðina hef ég nokkrum sinnum unnið áhættumat fyrir fyrirtæki, þar sem m.a. hafa verið skoðuð áhrif farsótta á starfsemina. Í tengslum við það gerði ég gróft mat á hvað það væri sem gæti stoppað þjóðfélag. Studdist ég við sambærilegt mat sem ég fann frá öðrum löndum. Það sem skar líklega mest í augu var: Vernda þarf matvælakeðjuna allt frá aðföngum vegna framleiðslu til þess tíma þegar neytandinn fær vöruna í hendur.

Þessi keðja er nokkuð flókin og hefur marga ólíka þætti. Til þess að neytandi geti keypt innlend matvæli, þá skulum við skoða keðjuna frá afurðarstöðinni. Hún þarf alls konar hráefni, sem ég ætla ekki að þykjast vita hvert er, en síðan alls konar starfsfólk bæði innanbúðarfólk og þá sem koma utan frá, m.a. frá eftirlitsaðilum. Hvað gerist, ef kemur upp smit í afurðarstöð? Hún þarf mögulega að loka. Er fleira sem gæti lokað afurðarstöð? Já, matvælaframleiðsla getur ekki átt sér stað nema eftirlit sé viðhaft með framleiðslunni, ekki er hægt að koma matvælum á markað nema umbúðir séu til, o.s.frv. Sammerkt er með flestu áhættumati sem ég hef kynnt mér í gegn um tíðina varðandi farsóttir, að þetta fernt, þ.e. skortur á hráefni, smit hjá starfsmönnum, stöðvun matvælaeftirlits og skortur á umbúðum, er það sem líklegast er til að stöðva matvælaframleiðslu og þar með gæti stuðlað að matvælaskorti. Til viðbótar gæti eldsneytisskortur og lokanir verslana komið í veg fyrir að matvælin komist til neytenda. Þetta tvennt síðarnefnda er ekki talið líklegt í bili.

Smitin á Suðurlandi (að Vestmannaeyjum undanskildum) eru því þau sem fylgjast þarf hvað best með, þegar kemur að öryggi matvælaframleiðslu. Þar fer stór hluti innlendrar matvælaframleiðslu fram, í mjólkurbúi/-um, afurðastöðvum, gróðurhúsum og ýmsum öðrum matvælavinnslufyrirtækjum. Á meginlandi Evrópu er Covid-19 þegar farin að hafa áhrif á ferskvöruframleiðslu og verum nokkuð viss um að Ísland mun ekki vera í forgangi, þegar kemur að dreifingu þess sem þó verður ræktað, ef fall í framleiðslu verður mikið. Þó þetta sé ekki vandamál nákvæmlega í dag, þá gæti vandamálið skotið upp kollinum innan 2-3 vikna.

Staðreyndin er, að starfsfólk í matvælaframleiðslu og þeir sem sinna matvælaeftirliti eru að verða einhverjir mikilvægustu starfsmenn á Íslandi. Tökum þátt í að verja þetta fólk fyrir smiti, því við viljum ekki sitja uppi með matvælaskort sem afleiðingu af því að þetta fólk veikist.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Verðum sjálf að ráða því við hverja við tölum – stjórnarandstaðan vill ekki talsamband við Evrópu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Verðum sjálf að ráða því við hverja við tölum – stjórnarandstaðan vill ekki talsamband við Evrópu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?

Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ævisögur

Óttar Guðmundsson skrifar: Ævisögur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Bull, lygar og þvæla til að ná fylgi þeirra sem nenna ekki að kynna sér málin

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Bull, lygar og þvæla til að ná fylgi þeirra sem nenna ekki að kynna sér málin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Heimurinn árið 2030 – Björgun eða voði?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Heimurinn árið 2030 – Björgun eða voði?