fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Eyjan

Þingmanni Miðflokksins stefnt af dönsku innheimtufyrirtæki vegna vangreiðslu lána

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. mars 2020 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska innheimtufyrirtækið Lowell Danmark hefur stefnt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, vegna ógreiddra eftirstöðva húsnæðisláns hennar í Danmörku. Vísir greinir frá.

Málið er sagt eiga sér langa forsögu, vegna eignar sem Anna seldi, en hún gerði samkomulag um eftirstöðvar lánsins sem fól í sér 80% afslátt ef hún gæti staðið við greiðslurnar. Deilan snýst um hvort virða eigi samkomulagið að sögn verjanda Önnu, Eiríks Gunnsteinssonar:

„Í fljótu bragði þá gerir hún sátt um ákveðna fjárhæð árið 2006 sem hún svo greiðir af og hugmyndin var samkvæmt samkomulaginu að hún myndi greiða ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði og þegar hún var búin að greiða upp í ákveðna upphæð þá yrði afgangurinn felldur niður.“

Lánveitandi Önnu fór í slitameðferð og var síðan tekinn yfir af danska fjármálaeftirlitinu, sem svo seldi hluta bankans til annars banka, Nordea. Reyndist henni erfitt að greiða af láninu þangað, en krafan var síðar yfirtekin af Lowell Danmark, sem hefur ekki virt samkomulagið sem Anna gerði við upphaflegan lánveitanda.

Úr varð að Anna greiddi af láninu til ársins 2009, og óreglulega til 2014. Þá fór krafan í innheimtu á Íslandi og Anna hafi ekki greitt afborganir síðan þá.

Att út í málið

Katrín Ólafsdóttir rekur málið fyrir Lowell Danmark og segir við Vísi að málið hafi verið í góðum farvegi þangað til að Eiríkur, verjandi Önnu, hafi tekið málið að sér. Þá hafi greiðslu skuldarinnar verið hafnað skyndilega og telur hún að Eiríkur hafi „att“ Lowell út í dómsmálið með þeirri afstöðu sinni.

Málið verður tekið fyrir í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“