fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Þingmanni Miðflokksins stefnt af dönsku innheimtufyrirtæki vegna vangreiðslu lána

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. mars 2020 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska innheimtufyrirtækið Lowell Danmark hefur stefnt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, vegna ógreiddra eftirstöðva húsnæðisláns hennar í Danmörku. Vísir greinir frá.

Málið er sagt eiga sér langa forsögu, vegna eignar sem Anna seldi, en hún gerði samkomulag um eftirstöðvar lánsins sem fól í sér 80% afslátt ef hún gæti staðið við greiðslurnar. Deilan snýst um hvort virða eigi samkomulagið að sögn verjanda Önnu, Eiríks Gunnsteinssonar:

„Í fljótu bragði þá gerir hún sátt um ákveðna fjárhæð árið 2006 sem hún svo greiðir af og hugmyndin var samkvæmt samkomulaginu að hún myndi greiða ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði og þegar hún var búin að greiða upp í ákveðna upphæð þá yrði afgangurinn felldur niður.“

Lánveitandi Önnu fór í slitameðferð og var síðan tekinn yfir af danska fjármálaeftirlitinu, sem svo seldi hluta bankans til annars banka, Nordea. Reyndist henni erfitt að greiða af láninu þangað, en krafan var síðar yfirtekin af Lowell Danmark, sem hefur ekki virt samkomulagið sem Anna gerði við upphaflegan lánveitanda.

Úr varð að Anna greiddi af láninu til ársins 2009, og óreglulega til 2014. Þá fór krafan í innheimtu á Íslandi og Anna hafi ekki greitt afborganir síðan þá.

Att út í málið

Katrín Ólafsdóttir rekur málið fyrir Lowell Danmark og segir við Vísi að málið hafi verið í góðum farvegi þangað til að Eiríkur, verjandi Önnu, hafi tekið málið að sér. Þá hafi greiðslu skuldarinnar verið hafnað skyndilega og telur hún að Eiríkur hafi „att“ Lowell út í dómsmálið með þeirri afstöðu sinni.

Málið verður tekið fyrir í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG