fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Eyjan

Sólveig Anna segir Davíð og Kolbrúnu nota sama heila – „Kommon, heldur þessi eini heili að ég sé fífl?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Góðan dag. Ég veit að það er margt á ykkur lagt en ég verð að upplýsa. Mig hefur lengi grunað að Davíð Oddsson og Kolbrún Bergþórsdóttir noti sama heila. Hef ekki haft beinar sannanir í höndunum fyrr en nú,“

skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í morgun.

Tilefnið eru leiðarar Morgunblaðsins annarsvegar og Fréttablaðsins hinsvegar sem Sólveig birtir á Facebook og skrifar:

„Hér eru leiðarar úr blöðunum frá í morgun og ég segi: Þarf frekar vitnanna við? Það er margt mögulegt í veröldinni en það er ekki fræðilegur möguleiki á því að tvær manneskjur á svona litlu landi með sinn hvor heilann geti skrifað svona jafn-leiðinlegan og jafn-innihaldslausan og jafn-idjótískan texta. Og séu báðar með aðgang að leiðara-plássi? Kommon, heldur þessi eini heili að ég sé fífl?“

Leiðarar blaðanna eru afar ólíkir, þó umfjöllunarefnið tengist Covid-19.

Leiðari Fréttablaðsins lofar þríeykið Ölmu, Víði og Þórólf fyrir framgöngu sína gegn Covid-19 og gagnrýnir hina sjálfskipuðu sóttvarnasérfræðinga sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar.

„Þarna á við málshátturinn góði að oft bylur hæst í tómri tunnu,“

segir Kolbrún meðal annars.

Leiðari Morgunblaðsins er tvískiptur. Báðir fjalla um kórónuveiruna, en sá fyrri, sem Sólveig stillir upp, minnir einna helst á bloggfærslu, en þar er farið úr einu í annað, en mesta plássið fær Karl Bretaprins, sem er greinilega í miklum metum hjá leiðarahöfundi.

„Lesið og lærið samstundis um samsæri eina heilans“ segir Sólveig að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa