fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Eyjan

Íslenskt fyrirtæki þróar lyf gegn veirufaröldrum – Vísbendingar um virkni gegn Covid-19

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. mars 2020 09:29

Friðrik Rúnar. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísbendingar eru uppi um að afleiðulyf af sýklalyfinu Zitromax hafi virkni gegn Covid-19 sjúkdómnum og stefnt er að því að rannsaka það enn frekar erlendis. Ef niðurstöður reynast jákvæðar gæti það leikið stórt hlutverk í baráttunni gegn veirufaröldrum í framtíðinni. Fréttablaðið greinir frá.

Afleiðulyfið er þróað af EpiEndo Pharmaceuticals sem stofnað var af lækninum Friðriki Rúnari Garðarssyni árið 2014. Nýlegar prófanir benda til þess að með því að blanda saman Zitromax og malaríulyfinu Chloroquine sýni það góða virkni gegn Covid-19:

„Við erum í samskiptum við erlendar rannsóknastofur sem eru með sýni af SARS-CoV-2 veirunni og stefnum á að senda þeim okkar efni til frekari rannsókna sem vonandi sýna fram á virkni gegn áhrifum veirunnar í dýrum,“

segir Fredrik Lehmann, forstjóri fyrirtækisins við Markað Fréttablaðsins.

Zitromax lyfið bælir niður þráláta sjúkdóma í öndunarfærum og virðist styrkja þekju öndunarvegarins, en Covid-19 leggst einmitt þungt á þá sem eru með öndunarfærasjúkdóma og lungnavandamál:

„Þetta er ástæðan fyrir því að við teljum að efnin okkar verki gegn áhrifum veirunnar í öndunarveginum. Samkvæmt fræðunum virðist svo vera en þörf er á frekari rannsóknum,“

segir Fredrik, sem tekur fram að Epinendo sé ekki að þróa lyf við kórónaveirunni, heldur að athuga hvort lyfið hafi einhverja virkni gegn veirusjúkdómum í víðum skilningi.

Hinsvegar sé enn langt í land, því ef lyfið fái ekki flýtimeðferð fáist það ekki samþykkt fyrr en 2027 eða 2028, en vonir standi til að samþykkt fáist 2025.

Á mánudag var greint frá því að ný vara frá Lýsi gæti nýst í baráttunni gegn Covid-19 og því ljóst að íslensk hyggjuvit er í fremstu víglínu gegn heimsfaraldrinum.

Sjá nánar: Læknir segir nýtt Lýsi geta drepið kórónuveirur – „Ömmur okkar allra vissu það að taki maður lýsi losnar maður við pestir og kvef“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólafur Hand sýknaður

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Grunar Gallup um græsku eftir skellinn í gær – „Fyrrverandi Kaupþingsmenn sem eru með dóma á sér“

Grunar Gallup um græsku eftir skellinn í gær – „Fyrrverandi Kaupþingsmenn sem eru með dóma á sér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vill að Þórdís verði svipt ráðherratitli sínum

Vill að Þórdís verði svipt ráðherratitli sínum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi gefur launahækkun sína til góðgerðarsamtaka

Bæjarfulltrúi gefur launahækkun sína til góðgerðarsamtaka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fylgi ríkisstjórnar stökkbreytist milli kannanna -„Svolítið lýsandi fyrir Ríkisútvarpið“

Fylgi ríkisstjórnar stökkbreytist milli kannanna -„Svolítið lýsandi fyrir Ríkisútvarpið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjórnin vilji uppsagnir frekar en áætlanir – „Eins og aparnir þrír sem vilja ekki sjá, heyra eða segja neitt illt“

Ríkisstjórnin vilji uppsagnir frekar en áætlanir – „Eins og aparnir þrír sem vilja ekki sjá, heyra eða segja neitt illt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Öryrkjar kröfðust fjárnáms hjá TR – Forstjórinn boðaður til fyrirtöku hjá sýslumanni

Öryrkjar kröfðust fjárnáms hjá TR – Forstjórinn boðaður til fyrirtöku hjá sýslumanni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnlaugur segir forsetakosningar nauðsynlegar – „Efnahagslegu stórslysi var forðað með þessari ákvörðun“

Gunnlaugur segir forsetakosningar nauðsynlegar – „Efnahagslegu stórslysi var forðað með þessari ákvörðun“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort ríkisstjórnin muni springa út af varnarmálunum

Spyr hvort ríkisstjórnin muni springa út af varnarmálunum