fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

ASÍ: „Með öllu óásættanlegt að kröfuhafar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. mars 2020 16:30

Drífa Snædal, forseti ASÍ Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alþýðusambandið telur með öllu óásættanlegt að kröfuhafar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum við núverandi aðstæður. ASÍ mun á næstunni fylgjast náið með þeim greiðsluerfiðleikaúrræðum sem boðið verður upp á og þeim þjónustugjöldum sem innheimt verða vegna þeirra,“

segir í yfirlýsingu frá ASÍ.

Þar er kallað eftir sanngirni þeirra sem í hlut eiga vegna þeirra vandamála sem Covid-19 mun hafa:

„Heimsfaraldur vegna Covid-19 hefur nú áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra heimila. Alþýðusamband Íslands leggur ríka áherslu á að stjórnvöld, fjármálastofnanir og aðrir kröfuhafar komi til móts við fólk í þessum erfiðu aðstæðum. Öllu máli skiptir nú að tryggja afkomuöryggi heimila þannig að öllum sé kleift að setja eigin heilsu og annarra í forgang.

Liður í þessu er að opinberir aðilar, sveitarfélög, fjármálastofnanir, leigufélög, lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar sýni sanngirni og sveigjanleika varðandi greiðslufresti á meðan mesta óvissan stendur yfir. Mikilvægt er að innheimtukostnaður og dráttarvextir verði ekki lagðir á vanskil og fólki gefist tækifæri til að dreifa greiðslum og lengja í lánum svo greiðslubyrði fari ekki úr hófi fram.“

Einnig er vonast til að kostnaði við einnheimtu sé haldið í lágmarki:

„Bankar, fjármálastofnanir, lífeyrissjóðir og leigufélög hafa þegar tilkynnt um úrræði fyrir heimili sem þurfa aukið svigrúm við þessar aðstæður. Alþýðusambandið beinir því til þessara aðila að þeir hafi ávallt að leiðarljósi að upplýsa einstaklinga með skýrum og greinagóðum hætti um áhrif þeirra úrræða sem í boði eru á greiðslubyrði til lengri og skemmri tíma og hvaða leiðir séu færar til að draga úr langtímaáhrifum á fjárhag heimilanna. Þá skuli öllum kostnaði sem innheimtur er vegna úræðanna haldið í lágmarki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki