fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Fánafrumvarp Miðflokksins gæti reynst hinu opinbera dýrt

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. mars 2020 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp Miðflokksins um að draga á stöng ríkisfánann (tjúgufánann) alla daga ársins við opinberar byggingar, mun kosta Hæstarétt 3-5 milljónir ári. Þetta kemur fram í umsögn Hæstaréttar um frumvarpið, en það er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Morgunblaðið greinir frá.

 „Tjúgufáninn skal dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu, Stjórnarráðshúsinu og byggingu Hæstaréttar Íslands kl. 8 að morgni og vera við hún til kl. 21 að kvöldi. Fáni forseta Íslands skal dreginn á stöng við embættisbústað hans og við skrifstofu hans í Reykjavík á sama tíma og vera jafnlengi við hún,“

segir í frumvarpinu. Þar er einnig mælst til þess að fánarnir skuli „lýstir upp“ í skammdeginu sem gæti haft í för með sér aukinn kostnað, en Hæstiréttur bendir á að kostnaður bara við að draga fánann að húni gæti reynst 3-5 milljónir króna:

„Af þessu tilefni vill Hæstiréttur benda á að ekki er vakt í húsnæði réttarins eftir kl. 16 á virkum dögum eða um helgar og á öðrum frídögum. Þyrfti því að kaupa þessa þjónustu alla daga ársins um kvöld og einnig að morgunlagi á frídögum. Þótt nákvæm kostnaðargreining hafi ekki farið fram er ekki ólíklegt að árlegur kostnaður gæti verið á bilinu 3 – 5 milljónir króna.“

Alls 11 lögaðilar hafa sent inn umsagnarbeiðnir vegna frumvarpsins, þar á meðal forsætisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, skrifstofa forseta Íslands, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Íslandsstofa, skátarnir, félag þjóðfræðinga og samtök ferðaþjónustunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki