fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Útivera á tímum kórónaveirunnar

Egill Helgason
Mánudaginn 23. mars 2020 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur farið illa með heilsuna að hanga inni vikum saman.

Ég velti fyrir mér útivist á þessum tímum. Það er að vísu ekki komið útgöngubann á Íslandi eins og sums staðar

Hér fyrir neðan er myndband þar sem má sjá ævareiða ítalska borgarstjóra – þeir skammast út í fólk sem rýfur útgöngubann, einn hótar að brenna að með eldvörpu.

Við erum ekki alveg komin þangað.

Göngutúrar eru mér eiginlega lífsnauðsyn. En hvernig á maður að bera sig að við útivistina? Fara á afskekkta staði? En ef margir fara út að ganga, hlaupa eða hjóla eru þeir varla svo afskekktir lengur.

Varla vill maður aka langt út fyrir bæjarmörkin? Og þá eru það þessir hefðbundnu staðir, Grótta, Elliðaárdalur, Öskjuhlíð, Álftanes, Ægissíðan, Nauthólsvík.

Maður vill ekki rekast á neinn, svo maður tekur sveig þegar maður gengur fram á fólk. Það hefur reyndar vakið undrun hjá mér hversu margir ganga beint áfram – ana bara. Það er ég sem þarf að taka stóra sveiginn.

Ég las grein í erlendum fjölmiðli í dag, finn ekki hlekkinn, en þar stóð að mesta hættan við að fara út í göngutúr væru másandi hlauparar eða hjólreiðamenn sem kæmu óvænt í bakið á manni, smithættan væri ekki mikil en maður þyrfti að vera á varðbergi gagnvart slíku.

Og svo líka að þeir sem iðka mikla áreynslu utandyra eru gjarnir á að hrækja – og þar getur leynst smit sem hugsanlegt er að berist.

Annars væri ekki slæmt að fá einhverjar ráðleggingar varðandi þetta, því eins og segir í upphafi, margra vikna samfelld innivera getur verið fjarska slæm fyrir heilsuna.

 

https://www.youtube.com/watch?v=YcSjnVY__E0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Theodór ráðinn forstöðumaður sölu hjá Vodafone

Vilhjálmur Theodór ráðinn forstöðumaður sölu hjá Vodafone
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenska heimavarnarliðið 

Björn Jón skrifar: Íslenska heimavarnarliðið 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elín Hirst til liðs við Forsætisráðuneytið

Elín Hirst til liðs við Forsætisráðuneytið