fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Sjáðu hvað Ágúst lagði til á þingi í dag – „Nauðsynlegt að hugsa út fyrir kassann“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. mars 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði til á Alþingi í dag að koma ætti á fót rafrænum þjóðfundi fyrir almenning og fyrirtæki, þar sem koma mætti fram hugmyndum til stjórnvalda um lausnir vegna efnahagsástandsins af völdum kórónuveirunnar.

Hann greinir frá þessu á Facebook og segir nauðsynlegt að hugsa út fyrir kassann á tímum sem þessum:

„Lítil og meðalstór fyrirtæki, sem eru hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi með 70% allra starfa samfélagsins, vilja oft gleymast í svona aðgerðarpökkum. Þá getur almenningur svo sannarlega lagt sitt að mörkum í þeirri hugmyndavinnu sem framundan er. Slíkt aðgengi að vinnunni er lýðræðislegt, skynsamlegt og eykur líkurnar á sátt á þeim aðgerðum sem ráðist verður í. Í efnahagslegu neyðarástandi þarf oft að hugsa hratt en einnig er nauðsynlegt að hugsa út fyrir kassann. Við erum öll í þessu saman og mætum því þessu saman.“

Brekka framundan

Ágúst segir að margt liggi fyrir og erfiðir tímar blasi við svo skömmu eftir hrun:

„Það er skrýtin tilfinning að vera aftur farinn að ræða neyðarlöggjöf á Alþingi en einungis rúm 11 ár eru síðan ég var formaður Viðskiptanefndar Alþingis sem m.a. afgreiddi frá sér gjaldeyrishöft og hin frægu neyðarlög eftir bankahrun. Nú blasa við erfiðir tímar í íslensku atvinnulífi á nýjan leik og er ljóst að margt þarf að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli