fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Forsætisráðherra í sjálfskipaða sóttkví og bíður niðurstöðu sýnatöku – „Það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. mars 2020 11:14

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin í sjálfskipaða sóttkví og bíður niðurstöðu úr sýnatöku. Hún greinir frá þessu á Facebook rétt í þessu:

„Kæru vinir! Nokkrir bekkir í Melaskóla voru sendir í sóttkví í gær eins og kom fram í fréttum. Yngsti drengurinn minn er í einum þessara bekkja og hann og pabbi hans ákváðu því í gær að flytja út af heimilinu. Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar.
Ástarkveðjur.“

Áður var greint frá því að umhverfisráðherra hefði farið í sóttkví og sex starfsmenn Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus