fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Siguryfirlýsing Eflingar – er það þá Dagur sem tapaði?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. mars 2020 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling beinlínis lýsir yfir sigri nú þegar hafa verið undirritaðir samningar milli félagsins og Reykjavíkurborgar að loknu verkfalli. Það þýðir þá væntanlega að borgin og Dagur Eggertsson borgarstjóri – sem baráttan beindist mjög eindregið að – eru tapararnir. Sitja þá uppi með skömmina.

Þetta er dálítið óvenjulegur talsmáti að loknu verkfalli og sýnir að forysta Eflingar fer aðrar leiðir í verkalýðsbaráttunni en við höfum átt að venjast. Þau eru pólitískari, róttækari, kunna betur að reka áróður og velja sér skotmörk, vilja meiri uppstokkun á samfélaginu. Yfirlýsingin um sigur er líka eins konar herhvöt – baráttan heldur áfram! – það er gamalt slagorð af vinstri vængnum.

Oftastnær eru „aðilar vinnumarkaðarins“ þreyttir að loknu samningaþófi, koma í viðtöl með uppbrettar ermar og bauga undir augum,  þeir eru sæmilega sáttir, hefðu viljað komast lengra, eiga eftir að bera samninginn undir sína félagsmenn. Það er hin hefðbundna orðræða sem við þekkjum úr fréttum gegnum árin. Megas orti einu sinni um „stórsóknarfórnir“ Gvendar jaka.

En hjá hinni nýju Eflingu er þetta öðruvísi. Þetta er sigur og ekkert annað. Þau grípa undireins tækifærið til að túlka atburðarásina pólitískt eftir sínu höfði. Og það er dálítið í andanum: „Sáuð þið hvernig ég tók hann!?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?