fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Menntaðir vinstrimenn á Íslandi líklegri til að finna fyrir umhverfiskvíða

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. febrúar 2020 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugtökin loftslagskvíði og umhverfiskvíði eru tiltölulega ný af nálinni en áhyggjur fólks af umhverfismálum og framtíð þeirra hafa verið sífellt meira í umræðunni.

Fimmtungur fullorðinna Íslendinga segist almennt finna fyrir umhverfiskvíða, en með umhverfiskvíða (eco anxiety) er átt við kvíða sem tengist neikvæðum umhverfisáhrifum af mannavöldum, eins og mengun eða loftslagsbreytingum. Fleiri segjast hins vegar almennt finna fyrir litlum umhverfiskvíða, eða nær 56%, og tæplega 23% segjast hvorki finna fyrir miklum né litlum kvíða, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.

Þess má geta að ríflega helmingur landsmanna hefur þó áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra, samkvæmt umhverfiskönnun Gallup sem var gerð í byrjun árs og verður kynnt á umhverfisráðstefnu Gallup í Hörpu þann 19. febrúar næstkomandi.

Menntaðir vinstrimenn líklegri

Þar kemur einnig fram að rúmlega þrír af hverjum fjórum hafa nokkrar eða miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Konur finna frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en karlar, og yngra fólk frekar en eldra.

Þeir sem hafa meiri menntun að baki finna líka frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en þeir sem hafa minni menntun. Loks eru þeir sem kysu Pírata, Vinstri græn eða Samfylkinguna ef kosið væri til Alþingis í dag líklegri til að finna fyrir miklum umhverfiskvíða en þeir sem kysu aðra flokka.

Þeir sem kysu Miðflokkinn eða Framsóknarflokkinn eru hins vegar ólíklegastir til að finna fyrir miklum umhverfiskvíða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík