fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Kostnaður Reykjavíkurborgar af ferðamönnum 8.3 milljarðar umfram tekjur – „Vel þess virði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ábatagreiningu starfshóps Reykjavíkurborgar um mótun ferðastefnu, voru tekjur borgarinnar af erlendum ferðamönnum 10,5 milljarðar króna árið 2018. Kostnaðurinn vegna ferðamanna nam hinsvegar 18,7 milljörðum, eða 8,3 milljörðum meira en tekjurnar.

Samkvæmt greiningunni var meðaleyðsla ferðamanna á sólarhring í Reykjavík árið 2018 37.693 krónur.

Þetta var kynnt fyrir borgarráði í gær og Fréttablaðið greinir frá.

Ríkið tekur allt

Þar segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að Reykjavíkurborg líti ekki á kostnaðinn umfram tekjurnar sem tap, en telur þó niðurstöðuna sláandi.

Hún segir jafnframt kostnaðinn vel þess virði:

„Við sem erum að reka sveitarfélögin vitum að við erum ekki að fá miklar tekjur af ferðamönnum. Þó svo að sveitarfélögin séu pakkfull af fólki þá renna litlar tekjur til sveitarfélaganna. Bæði virðisaukaskattur og gistináttagjald rennur til ríkisins. Samband sveitarfélaga hefur unnið að því að gistináttagjaldið fari til sveitarfélaganna og það er inni í ríkisstjórnarsáttmálanum en það virðist enginn vera að flýta sér og við viljum bara benda á það augljósa í þessu. Þó að þessi mikli kostnaður fylgi ferðaþjónustunni er hún vel þess virði en eðlilegra væri að sveitarfélagið fengi til sín stærri hlutdeild af tekjunum sem ferðamaðurinn býr til,“

segir Þórdís við Fréttablaðið.

Samkvæmt greiningunni teljast tekjurnar vera fasteignagjöld fyrirtækja, aðgangseyrir í sundlaugar og listasöfn og tekjur Höfuðborgarstofu. Óbeinar tekjur teljast útsvar og fasteignagjöld starfsmanna sem sinna ferðaþjónustu.

Rekstur Höfuðborgarstofu og styrkveitingar teljast sem beinn kostnaður, en óbeinn kostnaður telst kostnaður við grunnþjónustu starfsmanna sem bætast í borgina með fjölgun ferðamanna, til dæmis vegna leikskóla og skóla, að sögn Þórdísar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip

Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip