fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 11:30

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingar á húsaleigulögum, er nú komið inn á samráðsgáttina til umsagnar. Er því ætlað að stuðla að langtímaleigu og bættu húsnæðisöryggis leigjenda og koma í veg fyrir óeðlilegar leiguhækkanir, samkvæmt tilkynningu.

„Frumvarpið er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Með því eru lagðar til breytingar á húsaleigulögum sem miða að því að bæta húsnæðisöryggi leigjenda með því að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir leigu. Þá eiga lagabreytingarnar að stuðla að langtímaleigu ásamt því að koma á skráningarskyldu leigusamninga og bjóða upp á sáttamiðlun í húsaleigumálum. Þessum breytingum er ætlað að taka til allra leigusamninga um íbúðarhúsnæði sem gerðir eru eftir gildistöku laganna.“

Helstu atriði frumvarpsins eru:

  • Breytingar á húsaleigulögum eiga að stuðla að langtímaleigu
  • Skammtímaleigusamningar eru ríkjandi samningsform hér á landi, meðallengd samninga er ekki nema um fjórtán mánuðir.
  • Komið verður á skráningarskyldu leigusamninga og sáttamiðlun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Heimildir samningsaðila til að semja um hækkun leigufjárhæðar síðar á leigutíma verða takmarkaðar
  • Frumvarpið er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði með lífskjarasamningum

Meðallengd samninga aðeins rúmlega eitt ár

Skammtímaleigusamningar hafa verið ríkjandi samningsform hér á landi og er meðallengd samninga aðeins um fjórtán mánuðir.  Með breytingunum er ætlunin að stuðla að gerð langtímaleigusamninga, einkum ótímabundinna samninga, og virkari forgangsrétti leigjenda til áframhaldandi leigu. Langtímaleigusamningar eru taldir stuðla auknu húsnæðisöryggi leigjenda. Heimildir til að gera tímabundinna leigusamninga verða takmarkaðar verulega.

Í frumvarpinu er lagt til  að boðið verði upp á sáttamiðlun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hafi það hlutverk að aðstoða aðila leigusamnings, þeim að kostnaðarlausu, við að ná sáttum um tiltekin ágreiningsefni, svo sem leigufjárhæð, áður en ágreiningur er kominn á það stig að fara þurfi með hann í kæruferli hjá kærunefnd húsamála.

Markaðsleiga húsnæðis verði skráð í nýjan húsnæðisgrunn HMS

Með frumvarpinu er einnig leitast við að festa betur í sessi og tryggja eftirfylgni þeirrar grundvallarreglu húsaleigulaga að leigufjárhæð skuli vera sanngjörn og eðlileg fyrir báða samningsaðila. Þannig er gert ráð fyrir því að komið verði á skráningarskyldu leigusamninga og leiguverðs á samningstíma í nýjan opinberan gagnagrunn stjórnvalda, svokallaðan húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Gert er ráð fyrir að upplýsingar um markaðsleigu húsnæðis eftir svæðum og öðrum breytum verði birtar af hálfu stofnunarinnar og að slíkar upplýsingar muni framvegis nýtast við mat á því hvort leigufjárhæð sé sanngjörn og eðlileg í garð beggja samningsaðila. Um 30 þúsund heimili eru á leigumarkaðnum og því ljóst að um er að ræða hagsmunamál fyrir stóran hóp landsmanna.

Lagt er til að skráningarskyldan hvíli á leigusala og að sambærileg sektarheimild verði fyrir hendi og nú gildir um brot gegn skráningarskyldu heimagistingar. Jafnframt er gert ráð fyrir að skráning hækkunar leigufjárhæðar í gagnagrunninn verði forsenda þess að hækkunin taki gildi gagnvart leigjanda. Í þessu sambandi er einnig lagt til að skráning leigusamnings í gagnagrunninn verði skilyrði skattaívilnunar vegna leigutekna sem og réttar til húsnæðisbóta, í stað skilyrðis um þinglýsingu leigusamnings, eins og nú er.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna