fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Eyjan

Vigdís hrósar sigri í skoðanakönnun – Verður hún næsti borgarstjóri?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæti Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, orðið næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Ef marka má skoðanakönnun Útvarps Sögu þá gæti hún orðið það.

Útvarp Saga greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að afgerandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnuninni myndu vilja sjá Vigdísi sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur.

„Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík?“

Í könnuninni fékk Vigdís tæp 60% atkvæða. Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri Reykjavíkur fékk einungis 6,2% atkvæða. Það þarf þó að hafa það í huga að skoðanakannanir Útvarps Sögu ná þó ekki til jafn margra og aðrar skoðanakannanir sem teknar eru hér á landi. Það má því draga það verulega í efa hvort könnunin sé marktæk en einungis 649 greiddu atkvæði í könnuninni.

Vigdís sjálf virðist þó vera hæstánægð með könnunina en hún deilir niðurstöðunum á Facebook-síðu sinni. „Ég þakka kærlega fyrir traustið,“ segir Vigdís. „Ætla að standa undir væntingum.“

Niðurstaða könnunarinnar:

Vigdísi Hauksdóttur 58,4%

Eyþór Arnalds 15,7%

Kolbrúnu Baldursdóttur 10%

Sönnu Magdalenu Mörtudóttur 8,9%

Dag B. Eggertsson 6,2%

Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur 0,6%

Líf Magneudóttur 0,3%

Dóru Björt Guðjónsdóttur 0,2%

Alls voru greidd 649 atkvæði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Goðsögn féll frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín Jakobsdóttir – „Sterkt alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt“

Katrín Jakobsdóttir – „Sterkt alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjaraskerðingu hjúkrunarfræðinga frestað – Stefna á grundvallarbreytingar á vaktavinnufyrirkomulaginu

Kjaraskerðingu hjúkrunarfræðinga frestað – Stefna á grundvallarbreytingar á vaktavinnufyrirkomulaginu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heilbrigðiseftirlitið: Þetta þurfa fyrirtæki að hafa í huga við heimsendingar – „Enginn heimsendir“

Heilbrigðiseftirlitið: Þetta þurfa fyrirtæki að hafa í huga við heimsendingar – „Enginn heimsendir“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snilldarlegar- og sögulegar spennusögur loks á íslensku

Snilldarlegar- og sögulegar spennusögur loks á íslensku
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Enn bætist í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar – Yfir 1000 manns skráðir

Enn bætist í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar – Yfir 1000 manns skráðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirlæknir á Landspítalanum – „Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun?“

Yfirlæknir á Landspítalanum – „Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun?“