fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Eyjan

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í æsku þekkti maður andlit skálda og reyndar ásjónu fossa líka. Þetta var ekki vegna þess að kynslóð mín væri betur gerð en aðrar kynslóðir, heldur höfðum við aðgang að spili sem kallaðist Electro eða Fjölfræðispilið á íslensku. Mér fannst þetta bráðskemmtilegt spil.

Þetta var kassi með tveimur snúrum. Honum fylgdu spjöld með götum, öðru megin voru myndir, hinum megin voru nöfn. Listin var að setja rafskautin fremst á snúrunni þannig að mynd og nafn pössuðu saman. Við rétt svar kviknaði ljós.

Spilið mun vera alþjóðlegt og er víst ennþá framleitt. En íslenska útgáfan sem kom út þegar ég var barn var sérlega þjóðleg..

Þarna getum við séð skýringu á því hví ég varð svo glöggur að þekkja skáldin. Á myndinni hér að ofan má bera kennsl á Þorstein Erlingsson, Stephan G. Stephansson, Stefán frá Hvítadal, Jónas Hallgrímsson, Bólu-Hjálmar, Sveinbjörn Egilsson og Matthías Jochumsson, svo nokkrir séu nefndir.

Þarna er aðeins ein kona, það er Ólöf frá Hlöðum, ekki Hulda sem oftar var höfð með í hópi karlanna (við fjölluðum um Huldu í síðustu Kilju).

Spjöldin voru fleiri, líklega voru myndir af jurtum á einu þeirra en fossarnir eru eftirminnilegri – sjö ára gamall var ég mjög sleipur í fossum.

Ég segi eins og er, enn þekki ég andlit lítt þekktra höfunda eins og Sigurðar Péturssonar og Þorgils gjallanda vegna iðkunar Fjölfræðispilsins. En það hafði reyndar galla. Börnin lærðu inn á spilið, föttuðu hvaða reitir pössuðu saman og þá varð þetta býsna fyrirsjáanlegt. Maður getur skilið að tölvuleikir hafi sigrað á endanum.

Ég get þess svo að myndin hér að ofan er komin frá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor. Hann var líka unnandi Fjölfræðispilsins, tjáði mér að hann hefði óskað þess að fá það í jólagjöf jólin 1966.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis

Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg stendur við skammirnar í garð Ingibjargar – „Virðing virkar í báðar áttir“ – Myndband

Þorbjörg stendur við skammirnar í garð Ingibjargar – „Virðing virkar í báðar áttir“ – Myndband
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Haukur segir ríkið skulda borginni fyrir flugvöllinn

Haukur segir ríkið skulda borginni fyrir flugvöllinn
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Alvarlegt flugslys í Indlandi – Full vél á leið til London Gatwick brotlenti

Alvarlegt flugslys í Indlandi – Full vél á leið til London Gatwick brotlenti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóð vaknar en forsætisráðherra dormar áfram

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóð vaknar en forsætisráðherra dormar áfram
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Unnur forstöðumaður söludeildar innflutnings hjá Eimskip

Unnur forstöðumaður söludeildar innflutnings hjá Eimskip