fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður barna flytur skrifstofu embættisins til Egilsstaða vikuna 9.-13. mars n.k. Markmið flutninganna er að hitta þá sem starfa að málefnum barna í Fljótsdalshéraði og heimsækja skóla á svæðinu. Þó sameining sveitarfélaganna á svæðinu hafi ekki tekið formlegt gildi munu starfsmenn embættisins einnig leggja leið sína til Seyðisfjarðar, Djúpavogs og Borgarfjarðar eystri, samkvæmt tilkynningu.

Umboðsmaður barna og starfsmenn embættisins munu hafa starfsaðstöðu í  Samfélagssmiðjunni (Blómabæjarhúsinu), húsnæði á vegum Fljótsdalshéraðs, á meðan á dvölinni stendur. Þá verður opið hús eftir hádegi fimmtudaginn 12. mars í Samfélagssmiðjunni fyrir íbúa sveitarfélagsins sem það kjósa.

Það er von umboðsmanns barna að þessi nýbreytni muni mælast vel fyrir og ráðgerir embættið að  flytja starfsemi sína í viku til Ísafjarðar næsta haust með sama markmið að leiðarljósi. Auk þess eru styttri heimsóknir í sveitarfélög á SV-landi í bígerð á næstu mánuðum, m.a. í Reykjanesbæ.

„Þessari hugmynd var strax vel tekið af forsvarsmönnum Fljótsdalshéraðs og sveitarfélagið útvegar okkur starfsaðstöðu á meðan á dvölinni stendur. Þá hefur verið skipulögð mjög flott dagskrá fyrir okkur. Við erum því mjög spennt fyrir ferðinni og erum viss um að þetta muni efla mjög tengsl okkar við sveitarfélagið og íbúa þess. Það verður mjög gaman að kynnast því öfluga starfi sem þarna er unnið í þágu barna, hitta börn á öllum aldri og fulltrúa úr ungmennaráði sveitarfélagsins,“

segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið