fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Tímamót hjá VG á Austurlandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svæðisfélög Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Austurlandi efndu formlega til aukaaðalfunda félaganna þann 21.febrúar síðastliðins. Auk lögbundinna dagskrárliða var meginefni fundanna að taka afstöðu til sameiningar svæðisfélaga VG á Austurlandi, samkvæmt tilkynningu.

Svæðisfélög VG á Austurlandi hafa verið tvískipt – Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur annarsvegar og hinsvegar Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Borgarfjarðarhreppur.

Niðurstaða aðalfunda beggja félaganna var einróma að stofna eitt svæðisfélag fyrir Austurland. Í framhaldi var haldinn stofnfundur hvar eftirfarandi stjórn var skipuð:

Ingibjörg Þórðardóttir Neskaupstað, Kristján Ketill Stefánsson Fljótsdalshéraði og Svandís Egilsdóttir Seyðisfirði.

Til vara: Arnar Guðmundsson Neskaupstað og Árni Kristinsson Fljótsdalshéraði, stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi.

Ingibjörg gat ekki nætt á fundinn.

Tímamót

„Ljóst má vera að hér eru um ákveðin tímamót að ræða í pólitísku starfi á Austurlandi. Í fullri einingu hafa nú Svæðisfélög Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Austurlandi sýnt metnaðarfullt fordæmi og brotið blað í sögunni með sameiningu á svæðisvísu. Nýtt framboð VG í sameinuðu sveitarfélagi er fyrsta stóra skrefið að frekari eflingu hreyfingarinnar á Austurlandi. Íbúar eru hér með boðnir velkomnir til þátttöku í öflugri hreyfingu með skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Austurland allt. Áfram Austurland – Svæðisfélag Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Austurlandi,“

segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Jafnvel Gunnar Bragi skildi mikilvægi ESB-aðildar fyrir öryggi Úkraínu

Vilhjálmur Egilsson: Jafnvel Gunnar Bragi skildi mikilvægi ESB-aðildar fyrir öryggi Úkraínu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Allt ódýrt – Allt ómögulegt

Orðið á götunni: Allt ódýrt – Allt ómögulegt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við