fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 16:00

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin ár hafa lánveitendur hér á landi ekki boðið upp á lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Lán í íslenskum krónum geta talist lán tengd erlendum gjaldmiðlum t.d. ef tekjur einstaklinga eru í erlendum gjaldmiðli eða ef þeir búa erlendis. Nú hyggst fjármálaráðherra gera bragabót á þessu, samkvæmt tilkynningu.

Ástæða þess að lánin standa fólki ekki til boða er sú að lánveitendur telja sig illa geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í lögum um slík lán. Þetta hefur leitt til þess að t. d. einstaklingum sem búsettir eru hér á landi og hafa tekjur í erlendum gjaldmiðli stendur hvorki til boða að fá fasteignalán né neytendalán.

Sem dæmi má nefna sjómenn, flugfólk, námsmenn og aðra sem t.d. starfa sinna vegna eða náms fá laun greidd í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum eða þurfa að vera búsettir erlendis. Nokkur fjöldi einstaklinga hefur sett sig í samband við ráðuneytið á undanförnum mánuðum og vakið athygli á þessari stöðu sinni.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, og laga um neytendalán, nr. 33/2013, um lán sem tengjast erlendum gjaldmiðlum.

Verði frumvarpið að lögum standa vonir til að einstaklingum bjóðist lán í íslenskum krónum þó þau teljist lán tengd erlendum gjaldmiðlum, samkvæmt tilkynningu.

Frumvarp til laga um breytingu á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda og laga um neytendalán í samráðsgátt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera