fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Eyjan

Þorsteinn Pálsson um ríkisstjórnina – „Er að gefa þjóðinni langt nef“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og einn stofnandi Viðreisnar, fjallar um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við Samherjamálinu í Fréttablaðinu í dag.

Hann segir tvær hliðar á viðbrögðunum, þá réttarfarslegu og þá pólitísku. Hann telur þá pólitísku áhugaverða:

„Viðbrögðin voru skjót, en innihald áætlunarinnar bar þó merki þess að stjórnarflokkarnir hygðust drepa málinu á dreif. Frumvarpið, sem ríkisstjórnin hefur nú birt í samráðsgáttinni, staðfestir þennan grun. Verkefnið í þessum áfanga var að taka á þeim vanda, sem hlaust af því að markmið laga um takmörkun á hámarks heildaraflahlutdeild einstakra fyrirtækja og tengdra fyrirtækja höfðu verið sniðgengin. Niðurstaðan er hálfgerð útideyfa. Höfundar frumvarpsins geta ekki einu sinni staðhæft að það taki á því tilefni, sem almenningur hefur haft fyrir augum. Ástæðan er hugsanlega sú að ríkisstjórnarflokkarnir líta ekki svo á að gengið hafi verið á svig við markmið laganna,“

segir Þorsteinn.

Lýðskrum

Hann minnist þess að stjórnarliðar hafi stokkið upp í nef sér vegna skýrslubeiðni frá Viðreisn, Samfylkingu og Pírötum á dögunum, þar sem kallað var eftir samanburði á heildargreiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu annarsvegar og á Íslandi hinsvegar:

„Af sjálfu leiðir að ærið tilefni er til að vinna talnaefni eins og þetta upp úr fyrirliggjandi gögnum og birta. Erfitt er að líta á slíka beiðni öðruvísi en sem framlag til málefnalegrar og upplýstrar umræðu. En í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur heitir slík upplýsing lýðskrum. Það er málsvörn á brauðfótum.“

Ákall um breytingar

Þorsteinn nefnir að á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna sé ákall um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Nefnir hann samvinnu Ögmundar Jónassonar og Gunnars Smára Egilssonar um að: „færa útgerðarhætti og byggðamynstur aftur í það horf, sem var fyrir innleiðingu aflahlutdeildarkerfisins á síðustu öld.“

Þá nefnir hann grein Karenar Elísabetar Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi:

„Þar staðhæfir hún að hinn almenni sjálfstæðismaður vilji sjá „skref í þá átt að fjölga tækifærum nýrra og smærri útgerða með endurskoðun á kerfinu“. Þetta sýnir að veruleg gerjun er í umræðunni til hægri og vinstri, þar á meðal innan Sjálfstæðisflokksins.“

Að lokum nefnir Þorsteinn frumvarp Viðreisnar, sem nýtur stuðnings Samfylkingar og Pírata, sem skerpa á reglur um hámarksaflahlutdeild, útilokar sniðgöngu þeirra og tryggir betra gagnsæi í fjárhagsupplýsingum hjá stærri sjávarútvegsfyrirtækjum og gerir kröfu um dreifða eignaraðild:

„Sniðganga um markmið laga um hámarksaflahlutdeild var til þess fallin að grafa undan trausti á fiskveiðistjórnarkerfinu. Þegar lagareglur um dreifða eignaraðild voru felldar úr gildi á sínum tíma var það ljóslega ekki gert í þeim tilgangi að efla traust. Tillögur flokkanna þriggja eru markvissar en hófsamar og til þess fallnar að endurheimta traust um ákveðna þætti, sem máli skipta,“

segir Þorsteinn.

Langt nef

Hann bætir við að ríkisstjórnin sé að gefa þjóðinni langt nef:

„Engin rök standa til þess að kollvarpa kerfi, sem skilað hefur jafn góðum árangri og raun ber vitni, og valda með því óvissu hjá fyrirtækjunum og fólkinu, sem á allt sitt undir öflugum sjávarútvegi. Hitt er mikill ábyrgðarhluti að láta viðbrögðin lenda í útideyfu. Það er að gefa þjóðinni langt nef. Tilfinningin er enn sú að þar sé málið statt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð

Efnt til samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð
Eyjan
Í gær

„Icelandair er ekki að verða gjaldþrota“ segir forstjórinn sem hyggst ekki leita á náðir ríkisins

„Icelandair er ekki að verða gjaldþrota“ segir forstjórinn sem hyggst ekki leita á náðir ríkisins
Eyjan
Í gær

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða

Seðlabankinn sparaði Samherja á annan tug milljarða
Eyjan
Í gær

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi

Algert hrun í kortaveltu vegna Covid-19 hér á landi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kjaraskerðingu hjúkrunarfræðinga frestað – Stefna á grundvallarbreytingar á vaktavinnufyrirkomulaginu

Kjaraskerðingu hjúkrunarfræðinga frestað – Stefna á grundvallarbreytingar á vaktavinnufyrirkomulaginu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Leví um smitrakningarappið – „Það eru nokkur atriði sem vantar upp á“

Björn Leví um smitrakningarappið – „Það eru nokkur atriði sem vantar upp á“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarnheiði ofbýður og kemur Bláa lóninu til varnar – „Ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka“

Bjarnheiði ofbýður og kemur Bláa lóninu til varnar – „Ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heilbrigðiseftirlitið: Þetta þurfa fyrirtæki að hafa í huga við heimsendingar – „Enginn heimsendir“

Heilbrigðiseftirlitið: Þetta þurfa fyrirtæki að hafa í huga við heimsendingar – „Enginn heimsendir“