fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Eyjan

Segir Mannréttindadómstól Evrópu ógna lýðræðinu með skapandi lagatúlkun – Ályktaði gegn lögum sem áttu að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 10:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski lagaprófessorinn Mads Bryde Andersen hefur áhyggjur af framgöngu Mannréttindadómstólsins í Strassbourg (MDE) og segir hann kominn út fyrir valdsvið sitt með skapandi túlkunum á Mannréttindasáttmála Evrópu. Geti það ógnað lýðræðinu. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Mads Bryde en hann flutti erindi þessa efnis á afmælishátíð hundrað ára afmælis Hæstaréttar Íslands í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi.

Sem dæmi um skapandi túlkun á ákvæðum Mannréttindasáttmálans nefnis Mads Bryde réttinn til friðhelgi einkalífsins. Í túlkunum sínum hafi MDE fellt undir þetta réttinn til að búa ekki við hávaða frá flugvélum. Upphaflega hafi lög um friðhelgi einkalífsins hins vegar verið túlkuð sem vernd gegn ólöglegum símahlerunum og frelsissviptingu.

Meðal annarra dæma sem Mads Bryde nefnir í viðtalinu, um meinta skaðlega framgöngu MDE, sé það álit dómstólsins að það feli í sér mismunun að festa lögfesta lágmarksaldur við hjónabönd innflytjenda. Danir hafi sett þessi lög til að koma í veg fyrir þvinguð hjónabönd innflytjenda.

Mads Bryde nefnir síðan dæmi um frjálslega túlkun MDE á ákvæðum um vernd gegn pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Þar kemur við sögu maður sem vísa átti frá Danmörku til Tyrklands. Maðurinn átti við andleg veikindi að stríða og þar sem talið var að hann fengi ekki eins góða geðheilbrigðisþjónustu í Tyrklandi og Danmörku jafngilti það ómannúðlegri meðferð eða pyndingu að vísa honum til Tyrklands, að mati MDE. Mads Bryde segir um þetta:

„Ef dómurinn stendur gæti Danmörk orðið að stóru geðsjúkrahúsi fyrir sérhvern útlending sem neitar að fara úr landi, enda geti það falið í sér pyndingu að vera sendur til
lands sem býður ekki sömu meðferðarúrræði og Danmörk.“

Mads Bryde telur að ákvarðanir af þessum toga eigi að vera teknar af kjörnum fulltrúum og hann telur þessa framgöngu MDE ganga gegn lýðræði. Hann hafi hins vegar orðið var við það í heimalandi sínu að menn veigri sér við að gagnrýna MDE af ótta við að verða úthrópaðir.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli