Mánudagur 30.mars 2020
Eyjan

Lilja tekur af skarið – „Í dauðafæri til að koma með meiri innspýtingu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 09:21

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum rétt yfir langtímameðaltalinu varðandi opinberar fjárfestingar ríkissjóðs og ég vil sjá meiri aukningu þar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem vill að ríkisstjórnin hefjist strax handa við að sporna við slaka í hagkerfinu og framkvæma þurfi fyrir um 50 milljarða króna, eða um 2% af landsframleiðslu, til að markmiðin náist, þar sem efnahagslægðin framundan sé dýpri en spár gerðu ráð fyrir. Morgunblaðið greinir frá.

„Við erum í dauðafæri til þess að veita hressilega viðspyrnu vegna þess að við erum búin að undirbúa okkur vel fyrir þetta. Ef við lítum á hrein erlenda stöðu þjóðarbúsins, hún hefur aldrei verið betri, við erum búin að vera að safna gjaldeyri í landinu og þess vegna þurfum við núna að veita hagkerfinu okkar og efnahagslífi það súrefni sem það þarf til þess að atvinnuleysi aukist ekki enn frekar,“

segir Lilja og nefnir nokkur atriði sem hún vilji sjá gerast:

„Ég held við séum öll sam­mála um að við þurf­um að fara í upp­bygg­ingu sem varðar snjóflóðavarn­ir. Við þurf­um að bæta hafn­araðstöðu víða um land og svo þurf­um við líka að styðja bet­ur við raf­orku­kerfið okk­ar, þannig að það eru mörg verk­efni sem bíða og eru til­bú­in. Ég nefni t.a.m. í mínu ráðuneyti, við erum á loka­metr­un­um með að geta hafið upp­bygg­ingu við Mennta­skól­ann í Reykja­vík, Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti og Fjöl­brauta­skól­ann á Suður­nesj­um. Við erum með á teikni­borðinu und­ir­bún­ing að nýj­um Lista­há­skóla og svo nefni ég auðvitað þjóðarleik­vanga.“

Breið samstaða ?

Lilja segist ekki tala úr tómarúmi, hún njóti breiðrar samstöðu um slíkar aðgerðir, án þessað nefna það sérstaklega hvort þessi framsókn hennar njóti blessunar hinna stjórnarflokkanna.

Hún segir fjárfestingar ekki einu leiðina til slíkrar innspýtingar í hagkerfið, einnig þurfi að lækka tryggingagjald, og fasteignagjöld sveitarfélaganna. Hún segir einnig að þrátt fyrir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, hafi bankakerfið ekki verið að auka útlán sín í takti við þá lækkun.

Segir hún ríkisstjórnina hafa sýnt framsýni með boðuðum aðgerðum í fjárlagafrumvarpinu, en spyrna þurfi fastar við fótum, sem hægt sé að gera í tengslum við endurskoðun ríkisfjármálaætlunar, sem nú stendur yfir.

Úr orðum Lilju má lesa gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar, enda ekki á hverjum degi sem ráðherra menningar- og menntamála fari fram með slíkum hætti í málaflokki sem reiknast ekki til hennar eigin.

Heimildamenn Eyjunnar segja að þessi framsókn Lilju skýrist ekki síst af þeirri staðreynd að það styttist í formannskjör innan Framsóknarflokksins, en Lilja hefur verið sögð framtíðarleiðtogi flokksins. Hún sé með þessu að marka sér ákveðna sérstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg

Landvernd kærir framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg