fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mesta fylgið í Norðvesturkjördæmi, samkvæmt könnun Gallup fyrir héraðsmiðilinn bb.is. Fær hann 22.2% nú en mældist með 19,8% í janúar og tekur því fram úr Miðflokknum og heldur tveimur þingmönnum sínum.

Í könnun síðasta mánaðar var Miðflokkurinn stærstur með 20,7%.en fær nú 20,1%. Hann bætir því við sig þingsæti frá kosningum.

Sjá einnig: Norðvesturkjördæmi:Fylgi VG hríðfellur og sósíalistar á siglingu

Framsóknarflokkurinn fær 15.1% í febrúarkönnuninni, en fékk 15.6% í janúar mælingum. Hlaut hann 18.4% í kosningum og hefur því misst annan kjördæmakosinn þingmann sinn, og fær aðeins einn mann kjörinn ef gengið yrði til kosninga nú.

VG nær vopnum sínum að nýju, en þeir mældust með aðeins 4,4% í síðustu könnun. Flokkurinn mælist hinsvegar með 11.3% nú, sem er samt 6.5 prósentum minna en kjörfylgið í Norðvesturkjördæmi árið 2017 og tapa þeir mestu fylgi allra flokka miðað við kosningar, en halda þingmanni sínum.

Samfylkingin fær 9.4% fylgi og missir 0.3% frá kosningum sem er nóg til þess að flokkurinn missi kjördæmakosna þingsæti sitt.

Sósíalistaflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu könnun í kjördæminu, er hann fékk 7,1%. Fær hann aðeins 3% nú og nær ekki inn manni, frekar en Viðreisn og FLokkur fólksins.

 

  1. Sjálfstæðisflokkur – 22,2
  2. Miðflokkur – 20,1
  3. Framsóknarflokkur – 15,1
  4. Vinstri græn – 11,3
  5. Píratar – 9,7
  6. Samfylking – 9,4
  7. Viðreisn – 4,6
  8. Flokkur fólksins – 4,3
  9. Sósíalistaflokkur Íslands – 3,0
  10. Aðrir – 0,3

Könnun var netkönnun framkvæmd frá 28. október 2019 til 2. febrúar 2020. Í úrtaki voru 2.501 og 1.317 svöruðu. Svarhlutfall var 52,7%. Spurðir voru einstaklingar búsettir í Norðvesturkjördæmi, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Gögn rannsóknarinnar eru vigtuð til þess að úrtak endurspegli þýði með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið