fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári -„Mikill meirihluti fólks er sammála sósíalistum í öllum megindráttum“ – Mælast með 3,4%

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkefni sósíalista er ekki svo mikið að sannfæra fólk um réttmæti krafna sósíalista um jöfnuð, réttlæti, frelsi og mannhelgi. Mikill meirihluti fólks er sammála sósíalistum í öllum megindráttum. Annars væri sósíalismi náttúrlega ekki sósíalismi, sem í grunninn er lítið annað en kröfur hinna kúguðu um betra samfélag. Verkefni sósíalista er miklu fremur að skrúfa niður áróður auðvaldsins og sendisveina þess, um að almenningur eigi ekki skilið samfélag sem byggt er upp af jöfnuði, réttlæti, frelsi og mannhelgi,“

segir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, á Facebook.

Andlegur vandi

Hann nefnir að vandi sósíalista sé því frekar andlegur frekar en vitsmunalegur:

„Til að halda völdum hafa kapítalistar sannfært stóran hluta almennings um að samfélag manna verði alltaf slæmt og löngun fólks til að gera það betra geti gert það enn verra. Því eigi fólk að sætta sig við ójöfnuð, óréttlæti, ófrelsi og kúgun. Verkefni sósíalista er að sannfæra fólk um að það eigi allt gott skilið, líka gott samfélag. Um leið og fólk vaknar af martröð kapítalismans og öðlast von um betra líf, þá rís sósíalisminn upp svo til af sjálfum sér, vegna þess að sósíalismi er samheiti yfir drauma alþýðunnar um fagurt mannlíf og gott samfélag, trúin á að okkur sé ætlað eitthvað annað en vera þrælar hinna fáu ríku og valdamiklu.“

Verkefni Gunnars virðist ærið, en Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 3.4% fylgi í könnun Gallup um síðustu mánaðarmót og hefur verið að rokka á milli 3-6 prósenta í könnunum undanfarið.

Flokkurinn hyggst bjóða fram til næstu Alþingiskosninga, en hann náði inn einum manni í borgarstjórn árið 2018, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus