fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Dagur segist hafa boðið góðar launahækkanir – Svona eiga grunnlaunin að hækka – „Mér eru gerðar upp skoðanir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 20:27

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lægstu grunnlaun ófaglærðs starfsfólks við leikskóla eru 310.000 krónur í dag. Samkvæmt tilboði borgarinnar til Eflingar færu þessi laun upp í 420 þúsund og ofan þau myndu síðan bætast sérstakar álagsgreiðslur sem borgarstjóri segist hafa komið á, yrðu launin þá 460 000. Ófaglærður deildarstjóri á leikskóla er í dag með 417 þúsund en launin færu upp í 520.000 og yrðu 572.000 með álagsgreiðslunum.

Þetta kom fram í viðtali Kastljóss á RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kvöld. Samningafundi Eflingar og samninganefndar borgarinnar um kjör ófaglærðs starfsfólks lauk í dag án árangurs en borgin hafnaði tilboði sem Efling lagði fram. Efling birti í kjölfarið harðorða tilkynningu þar sem sagt var að slegið hefði verið á útrétta sáttahönd láglaunafólks.

Dagur sagðist í viðtalinu harma stóryrði á borð við þessi. Hann sagði jafnframt um gagnrýni á sig í tengslum við kjaramál ófaglærðra borgarstarfsmanna: „Mér eru gerðar upp skoðanir og svo eru skoðanirnar gagnrýndar og sett spurningamerki við hvort ég standi með þessu fólki en ég hef frá fyrsta degi í embætti gripið til aðgerða til að bæta kjör þessa fólks.“

Dagur sagði jafnframt: „Það er í mörg horn að líta við að stýra borginni en það er ekkert sem er jafnerfitt og kjaradeilur sem þróast út í verkföll. Ef þú hefðir talað við mig fyrir níu mánuðum hefði mér ekki dottið í hug að við værum að sitja hér núna og ræða nákvæmlega þetta.“

Mátti á Degi skilja að hann væri undrandi á því að Efling hefði ekki viljað ganga til samninga á grunni Lífskjarasamninganna sem tryggðu þeim lægst launuðu mestu kaupmáttaraukninguna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi