fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur segir álverið í Straumsvík hafa góð áhrif á umhverfismál

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 16:56

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Furðulegt að sjá að fólk sem telur sig umhverfisverndarsinna skuli óska þess að álverinu í Straumsvík verði lokað,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vill meina að það sé óumhverfisvænt að loka álverinu í Straumsvík.

ISAL, álverið í Straumsvík, greindi nýverið frá rekstrarvanda fyrirtækisins, en hann hefur verið viðvarandi í mörg ár sökum minnkandi heimsmarkaðsverðs á áli sem og hækkandi orkukostnaðar á Íslandi. Allir möguleikar eru nú skoðaðir svo hægt sé að gera álverið arðbært og samkeppnishæft og meðal þeirra er að loka verksmiðjunni alfarið, eða minnka framleiðsluna enn frekar, en hún var nýlega minnkuð niður í 85%.

Sigmundur virðist ekki vera hrifinn af því að álverið loki vegna umhverfisverndaráhrifum þess. „Á Íslandi losna sem nemur um 2 tonnum af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Í Kína, þar sem framleiðslan er knúin með kolabruna, losar sama framleiðsla um 21 tonn af CO2 eða um tífalt meira,“ segir Sigmundur og fer síðan út í útreikninga. „Álverið í Straumsvík framleiddi í fyrra 212 þ. tonn af áli. Ef sú framleiðsla flyttist til Kína, eins og hún myndi gera við lokun í Straumsvík, færi magn losunar úr 424 kt. af CO2 í 4.452 kt.“

„Munurinn á þessu nemur margfaldri losun vegna umferðar á Íslandi,“ segir Sigmundur. „Það má svo bæta við flugi, skipum, heimilum, landbúnaði, hinum ýmsu iðnfyrirtækjum osfrv. án þess að það jafnaðist á við þá aukningu sem yrði á losun ef framleiðsla eins álvers flyttist frá Íslandi. Með öðrum orðum. Þótt allar öfgakenndustu hugmyndir, til næstu áratuga, um að setja alla á reiðhjól, gera alla vegan og breyta Íslandi í „sænska hippakommúnu” myndu rætast næði það aldrei að vega upp þá aukningu sem verður á losun gróðurhúsalofttegunda ef álver flyst frá Íslandi.“

Þá endar hann færsluna með því að segja að allir sem starfa í álveri á Íslanddi eigi skilið orðu fyrir framlag þeirra til loftslagsmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi