fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Eyjan

Vilja útrýma sjálfsmorðum á Norðurlöndum fyrir árið 2030

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heilsufarslegar og félagslegar áskoranir Norðurlandabúa í áhættuhópum geta í versta falli leitt til sjálfsvíga. Velferðarnefnd Norðurlandsráðs vill breytingar þar á og hefur nú kynnt framtíðarsýn um Norðurlönd þar sem sjálfsvíg þekkjast ekki,“
segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Þar er kynnt áætlun um félagslega sjálfbær Norðurlönd fyrir árið 2030 og markið sett á að minnka sjálfsvíg um 25% fyrir árið 2025, en um 10 manns taka eigið líf á Norðurlöndunum á hverjum degi.
Markmiðið er vissulega göfugt, en minnir óneitanlega á hið göfuga loforð Framsóknarflokksins um fíkniefnalaust Ísland fyrir árið 2000. Það markmið gekk hins vegar ekki eftir.

Læra eigi af reynslu hvers annars á sviðum heilbrigðis- og félagsmála

Meðal þess sem velferðarnefndin hyggst gera er að standa fyrir viðburði í lok ársins 2020 þar sem ýmsir aðilar, meðal annars ráðgjafarstöðvar fyrir ungmenni, miðla þekkingu sinni og reynslu. Almennt vill nefndin:

  • Vinna að því að draga úr sjálfsvígum í hverju og einu norrænu landanna um 25 prósent fram til ársins 2025
  • Vinna að þeirri framtíðarsýn fyrir 2025 að sjálfsvíg á lestarteinum þekkist ekki
  • Vinna að þeirri sameiginlegu framtíðarsýn að sjálfsvíg þekkist ekki meðal neinna áhættuhópa

„Hornsteinn í norrænu samstarfi er að norrænu löndin læri af reynslu hvers annars og það er líka höfuðatriði í skýrslunni Þekking sem nýtist sem Árni Páll Árnason, fyrrum félagsmálaráðherra Íslands, vann fyrir Norrænu ráðherranefndina. Velferðarnefndin styðst meðal annars við þessa sömu skýrslu í forgangsröðun aðgerða sinna á sviðum heilbrigðis- og félagsmála,“

segir í tilkynningunni.

Margar orsakir – margir markhópar

Á hverjum degi taka 10 einstaklingar á Norðurlöndum eigið líf. Sem dæmi um stærð vandans má nefna að í Noregi falla sex sinnum fleiri fyrir eigin hendi heldur en látast í umferðarslysum. Á bak við hvert sjálfsvíg er einstök saga en yfir heildina litið eru eftirfarandi hópar í meiri hættu en aðrir: ungt fólk sem glímir við vanlíðan, einstaklingar með geðrænan vanda, aldraðir sem glíma við einmanaleika, þeir sem hafa orðið fyrir áföllum og fíkniefnaneytendur. Það að orsakirnar séu svo margbreytilegar veldur því að forvarnir gegn sjálfsvígum eru flóknar. Velferðarnefndin ætlar því að horfa til allra hópa fólks sem glímir við heilsufarslegan og félagslegan vanda.

Félagslega sjálfbær Norðurlönd

Forvarnastarf gegn sjálfsvígum er skref í áttina að því að uppfylla framtíðarsýn fyrir árið 2030 um félagslega sjálfbær Norðurlönd: Saman ætlum við að stuðla að samfelldu svæði án aðgreiningar þar sem jafnrétti ríkir og sem byggist á sameiginlegum gildum og enn öflugri menningarsamskiptum og velferð.

Hamingjusamasta svæði heims

„Við búum á hamingjusamasta svæði heims en fjöldi fólks tekur samt sem áður eigið líf og fólk í áhættuhópum á erfitt uppdráttar. Velferðarnefnd Norðurlandaráðs vill bæta úr því,“

sagði Bente Stein Mathisen, nefndarformaður, eftir fund velferðarnefndar Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Pírata og Framsóknarflokks eykst – Píratar næst stærstir

Fylgi Pírata og Framsóknarflokks eykst – Píratar næst stærstir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“