fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Þjóðarpúls Gallup: Stuðningsmenn Framsóknar, Miðflokks og VG hræddastir við kórónaveiruna – Minni ótti hjá menntuðum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega farið fram hjá fáum að sýking af völdum kórónaveiru sem er kennd við Wuhanhérað í Kína, þar sem hún er talin eiga upptök sín, hefur breiðst út í Kína og greinst í öðrum löndum, m.a. í Evrópu. Þegar könnunin fór af stað höfðu tæplega 8.000 tilfelli greinst og tæplega 200 látist af völdum veirunnar en nú þegar henni var að ljúka hafa rúmlega 43.000 tilfelli greinst og ríflega 1.000 látist, en ekki er enn til bóluefni eða lækning við veirunni.

Ótti við að veiran berist til landsins

Þjóðin skiptist í tvær jafnar fylkingar þegar kemur að ótta við að Wuhan-veiran berist til Íslands, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.

  • Hátt í þriðjungur óttast það mikið og sama hlutfall óttast það lítið.
  • Ríflega þriðjungur segist svo hvorki óttast það mikið né lítið.
  • Þeir sem kysu Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til alþingiskosninga í dag eru líklegri til að óttast það mikið en þeir sem kysu aðra flokka.
  • Þeir sem óttast mest að veiran berist til landsins eru hins vegar þeir sem myndu skila auðu eða ekki kjósa.
  • Þeir sem kysu Pírata eru líklegri til að óttast það lítið en þeir sem kysu aðra flokka.
  • Konur óttast frekar en karlar að veiran berist til landsins og íbúar landsbyggðarinnar óttast það meira en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Óttast smit

Fimmtungur landsmanna óttast mikið að smitast af veirunni en nær helmingur óttast það lítið. Ríflega þrír af hverjum tíu óttast það svo hvorki mikið né lítið. Konur óttast frekar en karlar að smitast af veirunni.

  • Fólk óttast síður að smitast af veirunni eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.
  • Þeir sem kysu Vinstri græn, Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn eru líklegri til að óttast það mikið að smitast en þeir sem kysu aðra flokka.
  • Þeir sem kysu Pírata eru hins vegar líklegri til að óttast það lítið að smitast en þeir sem kysu aðra flokka.
  • Fólk undir fertugu tekur skýrari afstöðu og er bæði líklegra en eldra fólk til að segjast óttast það mikið og lítið, en ólíklegra til að segjast hvorki óttast það mikið né lítið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross