fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Leggja til að nýtt sveitarfélag á Íslandi muni heita Sameinuðu austfirsku furstadæmin

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa borist 62 mismunandi tillögur fyrir nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Austurfrétt greinir frá þessu.

Þar segir að ljóst sé að sum nöfnin séu vinsælli en önnur því alls voru tillögurnar 112, einhver nöfnin komu því oftar en einu sinni. Nafnanefnd sem skipuð er fulltrúum úr öllum gömlu hreppunum auk ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs fór yfir tillögurnar í gær. Nefndin mun funda aftur síðar í vikunni til að ákveða hvaða tillögur munu fara til umsagnar hjá Örnafnanefnd.

Nöfnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Til dæmis er lagt til að sveitarfélagið muni heita Sameinuðu austfirsku furstadæmin. Einnig eru önnur nöfnn eins og Frábær, Drekaland og Grautarbyggð.

Örnafnanefnd hefur allt að þrjár vikur til að skila umsögn. Nefndin á meðal annars að tryggja að nafnið henti íslenskri málfræði og sé í samræmi við staðhætti og örnefnahefð.

Hér fyrir neðan má sjá nöfnin sem bárust:

1. Álfabyggð
2. Arðbær
3. Austan Kreppu
4. Austri
5. Austur-kaupstaðarþing
6. Austurbær
7. Austurbyggð
8. Austurhérað
9. Austurland
10. Austurríki
11. Austurþing
12. Austurþinghá
13. Blikabyggð
14. Búlandsbær
15. Búlandsbyggð
16. Búlandshérað
17. Drekabæli
18. Drekabyggð
19. Drekaland
20. Dyrfjallabyggð
21. Egilsfjarðabyggð
22. Egilsstaðahreppur
23. Eystribyggð
24. Eystraþing
25. Eystriþinghá
26. Fagrabyggð
27. Fjarðarsel
28. Fljóseydjúpborg
29. Fljótabyggð
30. Fljótsfjarðarhreppur
31. Frábær
32. Grautarbyggð
33. Héraðsbyggð
34. Hreppur rísandi sólar (eða Hreppur hinnar rísandi sólar)
35. Lagarbyggð
36. Lagarfljótsfjarðarþing
37. Lagarfljótshreppur
38. Múlaborg
39. Múlabyggð
40. Múlabyggðir
41. Múlahreppur
42. Múlaþing
43. Múlaþinghá
44. Mýlingaþinghá
45. Sambyggð
46. Sameinuðu austfirsku furstadæmin
47. Skógargerði
48. Stóraþinghá
49. Sveitarfélagið Austri
50. Sveitarfélagið Austur
51. Sveitarfélagið Austurland
52. Sveitarfélagið Austurvegur
53. Sveitarfélagið Brú
54. Sveitarfélagið Búland
55. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað
56. Sveitarfélagið Glettingur
57. Sveitarfélagið Héraðsfirðir
58. Sveitarfélagið Lagarþing
59. Sveitarfélagið Múlaþing
60. Sveitarfélagið Seiðandi
61. Sveitarfélagið Tindar
62. Vættabyggð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn