fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Dóra fær óvæntan stuðning og Dagur sagður vandræðalegur – „Allir vita hver er – eða á að vera – forystusauður“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. febrúar 2020 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Borgarstjóri þarf ekki að leita langt að forystuleysinu,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag. Þar er fjallað  um hvernig Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, hafi tekið á Eflingarvandamálinu á dögunum.

Dagur sagði í gær að staðan í kjaraviðræðunum við Eflingu væri erfið og óvænt, en hluti vandans væri forystuleysi, því enginn væri að útskýra hvað fælist í lífskjarasamningunum.

Vandræðaleg kenning Dags

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir þetta sérstaka kenningu hjá borgarstjóra þar sem mikið hafi verið rætt um lífskjarasamningana og hvað felist í þeim, það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum:

„Kenningin um forystuleysið verður ekki síður vandræðaleg þegar til þess er horft að á sama tíma og borgarstjóri lýsir þeirri skoðun stígur fram annar borgarfulltrúi meirihlutans í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati, og ræðir samningaviðræðurnar á þeim nótum að störf þyrftu að vera metin að verðleikum, að hún stæði með láglaunafólki og fagnaði „upprisu láglaunastéttarinnar og bætti því við að það væri klókt af Eflingu að beina spjótum að Reykjavíkurborg því að borgin væri líklegasti samningsaðilinn til að hlusta á kröfurnar! Augljóst er að Dagur B. Eggertsson þarf ekki að leita út fyrir eigin skrifstofu til að finna forystuleysið,“

segir leiðarahöfundur en slíkt hrós Morgunblaðsins til Pírata verður að teljast nokkuð fréttnæmt, þó svo greina megi ákveðna kaldhæðni í orðunum.

Vandinn liggi innanhúss

Leiðarahöfundur segir þó augljóst hvar vandinn liggi:

„Af orðum Dóru Bjartar blasir við að vandann er að finna innan meirihlutans í Reykjavík og allir vita hver er – eða á að vera – forystusauður þess fríða flokks,“

segir leiðarahöfundur og á þar augljóslega við borgarstjóra.

„Núverandi meirihluti í Reykjavík hefur unnið mikið tjón með margvíslegum axarsköftum og einstrengingslegri og jafnvel ofstækisfullri stefnu sinni í ótal málum. Það tjón sem hann kann nú að vera að vinna gagnvart stöðunni á vinnumarkaði og þar með gagnvart atvinnustigi í landinu og velmegun alls almennings er þó líklega mun stærra og gæti haft enn alvarlegri afleiðingar til lengri tíma litið. Vonandi tekur borgarstjóri eigin orð um forystuleysi til sín og útskýrir fyrir öðrum borgarfulltrúum meirihlutans hvaða afleiðingar það muni hafa ef Reykjavíkurborg stendur ekki í lappirnar gagnvart kröfum um að vinnumarkaðurinn verði settur í uppnám í því viðsjárverða efnahagsástandi sem nú er uppi,“

segir í leiðaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum