fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Eyjan

Ragnar „skuggastjórnandi“ hafður að háði – Sniðganga Icelandair „verstu viðskipti ársins“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í áramótablaði markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er sniðganga Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LIVE, á hlutafjárútboði Icelandair síðastliðið haust sögð verstu viðskipti ársins. Eins og frægt er hafa hlutir í Icelandair nær tvöfaldast í verði síðan í haust. Hlutabréf í félaginu ruku upp við jákvæðar fréttir af þróun bóluefna og hafa haldist í þeim hæðum síðan.

Í ákvörðun dómnefndar Markaðarins segir að sú mikla hækkun sé ekki endilega það sem geri sniðgöngu lífeyrissjóðsins að verstu viðskiptunum, heldur að stjórn LIVE hafi látið undan þrýstingi frá stjórn VR undir forystu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns.

Ragnar Þór hafði á þessum tíma farið mikinn í tengslum við kjaradeilur Icelandair og Flugfreyjufélagsins. VR stóð þétt við bakið á Flugfreyjufélaginu undir stjórn Ragnars Þórs.

Segir í Markaðinum:

„Það að virði Icelandair hafi svo aukist eins mikið og raun ber vitni, og aðrir lífeyrissjóðir hafi innleyst á því verði, gerir ákvörðunina enn verri,“ nefnir einn af álitsgjöfum Markaðarins og vísar til þess að gengi bréfa Icelandair standi í 1,65 krónum samanborið við útboðsgengið 1. „En það er samt ekki röksemdin heldur það að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum skuli hafa látið undan þrýstingi.“

Stjórnir lífeyrissjóða starfa lögum samkvæmt sjálfstætt og lúta ekki stjórn þeirra aðila sem einstaka stjórnarmenn skipa. Fyrir hlutafjárútboðið sagði Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri LIVE að engin hætta væri á að stjórnin léti undan utanaðkomandi þrýstingi og að sjóðsfélagar gætu treyst því að ákvarðanir yrðu metnar út frá verðleikum hverrar fjárfestingar fyrir sig.

Dómnefnd Markaðarins segir hins vegar engan vafa leika á að athæfi Ragnars, bréfaskrif hans og framkoma í fjölmiðlum hafi haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnar LIVE. „Einn dómnefndarmaður tekur fram að mikil meðvirkni á meðal fjárfesta hafi einkennt útboð Icelandair og áhættan hafi verið mikil. Hitt sé þó verra að vita til þess að stjórnarmenn VR hafi haft áhrif á ákvörðunartöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um fjárfestingu í útboðinu undir því yfirskini að það væri of áhættusamt,“ segir í Markaðinum.

Tillaga um 2,5 milljarða þátttöku í útboðinu var felld í atkvæðagreiðslu innan stjórnar lífeyrissjóðsins. Fjórir fulltrúar á vegum atvinnurekenda greiddu atkvæði með þátttökunni, en fjórir fulltrúar skipaðir af VR greiddu atkvæði gegn henni. Segir í Markaðinum að hefði tillagan verið samþykkt hefði VR farið með 11% hlut í Icelandair.

Þá hefði 2,5 milljarðarnir verið orðnir að 4,22 milljörðum miðað við gengið nú við opnun markaða í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu