fbpx
Laugardagur 05.desember 2020
Eyjan

Brynjar segir þetta vera stórmerkilegt – „Það heyrist ekki boffs“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 16:50

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fylgdist með landsfundi Samfylkingarinnar um helgina. Fannst honum margt þar merkilegt. Hann skrifar um fundinn á Facebook.

Logi formaður og aðrir vinir mínir í Samfylkingunni verða seint sakaðir um sjálfhverfu því öll orka þeirra fer í að tala um aðra flokka, einkum stjórnarflokkana. Við þekkjum öll frasana um Sjálfstæðisflokkinn og Vg en nú mun Framsókn vera komin að fótum fram og í mikilli tilvistarkreppu vegna áratuga samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Vísar þar Brynjar til stefnuræðu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, þar sem hann vék að öðrum stjórnmálaflokkum og sagði Framsókn meðal annars í tilvistarkreppu eftir áratugalangt samstarf við Sjálfstæðisflokk. Ráðlagði hann Framsókn að færa sig nær miðju að nýju og íhuga að horfa til vinstri. Brynjar er þessu ósammála .

Kann að vera rétt að Framsókn sé í tilvistarkreppu en sé svo hefur það ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera.

Finnst Brynjari að forysta Samfylkingar ætti að fremur að líta í eigin barm.

„Ef ég væri í forystu Samfylkingarinnar myndi ég hafa mestar áhyggjur af eigin flokki. Að Ísland skuli, eitt Norðurlandanna, ekki eiga frambærilegan jafnaðarmannaflokk hlýtur að vera þungbært. Svo illa var fyrir flokknum komið að hann þurrkaðist nánast út sem þingflokkur fyrir fjórum árum. Það hefur fjarað hressilega undan flokknum og ástæðan er ekki bara sú að vera einkennilega lítið farsæll þegar honum hefur verið falin stjórn í sveitarfélögum eða landstjórninni.“

Hins vegar er Brynjar gjafmildur og deilir því ókeypis ráðleggingum um hvernig Samfylking geti rétt úr kútnum.

„Af því að mér er annt um jafnaðarmenn ætla ég að ráðleggja þeim hvernig hægt er að komast úr þessari sjálfheldu.

Til þess að geta leitt fólk vinstra megin við miðju saman í einn flokk, eða svo gott sem, þarf að hafa skýra og trúverðuga stefnu og trausta leiðsögn. Tækifærismennska sem felst í hvers kyns yfirboðum og sýndarmennsku dugir bara í skamman tíma. Það elur að auki af sér fjölda smáflokka á vinstri vængnum sem þrífast í slíkum vinsældarkeppnum. Verð að viðurkenna að það er nánast kvalafullt að sjá suma þingmenn elta allt á samfélagsmiðlunum sem þeir telji að geti verið til vinsælda fallið. Fólk sér í gegnum slíkt þótt síðar verði.

Þetta eru einföld ráð en góð. Svo eru þau auðvitað gjaldfrí eins og allt annað.“

Áhugi Brynjars á landsfundinum var það mikill að hann helgaði þeim aðra færslu á Facebook þar sem hann sagði landsfundinn um markt stórmerkilegan. Meðal annars vegna þess að mest áberandi þingmaður flokksins, Helga Vala Helgadóttir, hafi tapað kosningu í varaformannsembættið.

„Mér hefur fundist fjölmiðlar undarlega áhugalitlir um þennan landsfund Samfylkingarinnar. Hann var nefnilega stórmerkilegur af fleiri en einni ástæðu. Formaðurinn lýsti því yfir að hann ætli að bjóða kjósendur upp á skýran valkost um að færa meirihlutann í borginni inn í landsmálin og í raun útiloka aðra flokka í samstarf. Takk fyrir það, Logi.

Annað merkilegt við þennan landsfund var að mest áberandi þingmaður Samfylkingarinnar steinlá í kosningu í varaformannsembættið. Einhver myndi segja að það hefði verið met í vanmati á aðstæðum. Það heyrist ekki boffs í traustum Samfylkingarmiðlum eins og Kjarnanum um þessi tíðindi og engar pólitískar greiningar. Fjölmiðlar láta eins og Samfylkingin sé eins og hver annar ruslflokkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Píratar skafa ekki utan af því – „Staðfestingin á niðurlægingu stjórnvalda“

Píratar skafa ekki utan af því – „Staðfestingin á niðurlægingu stjórnvalda“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Landsréttarmálið loks búið – Brot Sigríðar metið alvarlegt og sagt grafa undan grundvallar mannréttindum

Landsréttarmálið loks búið – Brot Sigríðar metið alvarlegt og sagt grafa undan grundvallar mannréttindum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku- „Ég var einn heima og hafði ekki hug­mynd um hvar mamma var“

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku- „Ég var einn heima og hafði ekki hug­mynd um hvar mamma var“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mogginn vill að Rósa Björk segi af sér – „Rangfærslur eru svo margar og alvarlegar, að þær eru fals“

Mogginn vill að Rósa Björk segi af sér – „Rangfærslur eru svo margar og alvarlegar, að þær eru fals“