Varaformaður Samfylkingarinnar var kjörinn á Landsþingi Samfylkingarinnar í dag. Tveir voru í framboði, Heiða Björg Hilmisdóttir, sitjandi varaformaður, og Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar.
Ljóst var að um spennandi kosningu yrði að ræða þar sem báðir frambjóðendur eru gífurlega sterkar stjórnmálakonur með gott og mikið fylgi á bak við sig.
Það fór þó svo að Heiða Björg hafði betur og mun áfram gegna stöðu varaformanns. Fékk hún 60% atkvæða og Helga Vala fékk 40%.
899 greiddu atkvæði og kjörsókn var 94 prósent.