fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Eyjan

Hjartnæm minningarstund á Alþingi: „Glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, minntist fyrrum kollega síns Páls Péturssonar sem lést á líknardeild Landspítalans í gær hlýlega í ræðu sinni á Alþingi í dag. Páll, sem var 83 ára gamall er hann lést, var fyrrverandi þingmaður Framsóknar og félagsmálaráðherra frá 1995 til 2003.

Í minningarorðum sínum sagði Steingrímur Pál snjallan ræðumann og hafa notið vaxandi álits og trúnaðar samflokksmanna sinna á upphafsárum sínum í pólitík. „Hann varð formaður þingflokks framsóknarmanna 1980 og hafði það starf á hendi í 14 ár. Vorið 1995 var Páll skipaður félagsmálaráðherra og gegndi því embætti í full tvö kjörtímabil eða þar til þingmennsku hans lauk 2003.“

Páll var sem kunnugt er bóndi og minnist Steingrímur að Páll hafi látið sig landbúnaðarmál og hag bænda sig varða. Páll var þó snöggur að setja sig inn í hin ýmsu mál. „Hann var glöggskyggn, fljótur að setja sig inn í mál og skilaði vel því sem honum var trúað fyrir. Hann hélt góðu sambandi við kjósendur í kjördæmi sínu, gjörþekkti þar staðhætti alla, sögu héraðanna og íbúa þeirra. Á ráðherraárum hans komust mörg stórmál í höfn, m.a. í húsnæðis- og vinnumarkaðsmálum, og ekki hvað síst ný, merk löggjöf um fæðingar- og foreldraorlof,“ sagði Steingrímur.

Steingrímur minnist þess jafnframt að Páll hafi sett mark sitt á þingstarfið og skipulag og þess og átt ríkan hlut að stjórnarskrárbreytingunni 1991 þegar starfi Alþingis var gjörbreytt og deildir þingsins afnumdar.

Þá sagði Steingrímur:

Páll Pétursson var glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur en skapmikill þegar sló í brýnu. Hann var mikill sögumaður og með bestu hagyrðingum á þingi og urðu margir kviðlingar hans fleygir. Páll var litríkur persónuleiki og orðaði oft hlutina umbúðalaust. Í stjórnmálasnerrum gaf hann hvergi hlut sinn frekar en hann átti kyn til, en það segir nokkuð um mannkosti hans og heilindi að hann aflaði sér vina þvert á hinar pólitískar línur og naut mikils traust þegar lenda þurfti erfiðum deilumálum milli manna og flokka.

Að lokum bað Steingrímur þingheim að minnast Páls, með því að rísa úr sætum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar blandar sér í ritskoðunar-umræðuna – „Þetta er örugglega heimsmet í tvískinnungi og hræsni“

Brynjar blandar sér í ritskoðunar-umræðuna – „Þetta er örugglega heimsmet í tvískinnungi og hræsni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Einlægur ráðherra opnar sig – „Ég ákvað að hætta að gráta í skól­an­um. Það var virki­lega erfitt“

Einlægur ráðherra opnar sig – „Ég ákvað að hætta að gráta í skól­an­um. Það var virki­lega erfitt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leiðari Moggans vekur úlfúð – „Enginn sætt öðru eins einelti og Trump“

Leiðari Moggans vekur úlfúð – „Enginn sætt öðru eins einelti og Trump“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dökkar horfur í atvinnumálum – Líkur á miklu atvinnuleysi í vor

Dökkar horfur í atvinnumálum – Líkur á miklu atvinnuleysi í vor