fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 16:10

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist bíða eftir því að ungt fólk rísi upp gegn pólitískum rétttrúnaði, sem að hans mati tröllríður samfélaginu. Þetta kemur fram í færslu sem birtist á Facebook-síðu Brynjars í dag.

„Ég er alltaf að bíða eftir því að ungt fólk rísi almennilega upp gegn allri þessari pólitísku rétthugsun sem tröllríður samfélaginu og berjist fyrir raunverulegu frelsi í stað að sætta sig við að ríkisvaldið leiði okkur í gegnum lífið skref fyrir skref.“

Brynjar heldur því fram að pólitískur rétttrúnaður sé hættulegur hverju samfélagi. Hann segir að rétthugsun dragi þrótt úr einstaklingum og minnki samkeppnishæfni samfélags. Brynjar telur að pólitískur rétttrúnaður drepi kímnigáfu á meðan að kvíði og depurð taki yfir.

„Pólitísk rétthugsun er hættuleg hverju samfélagi eins og sagan hefur kennt okkur. Rétthugsunin dregur jafnt og þétt allan þrótt úr einstaklingnum og dregur úr samkeppnishæfni samfélagsins. Óhjákvæmilega fylgir ofstæki sem er skaðlegt fyrir lýðræðið og réttarríkið. Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt eins og merkja má á þessari færslu.“

https://www.facebook.com/brynjar.nielsson/posts/1798783670286138

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp